fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Eyjan

Fundi með Bankasýslunni frestað – „Það sem eftir stendur er að fjármálaráðherra seldi pabba sínum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. apríl 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stóð að fjárlaganefnd Alþingis myndi funda með framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Bankasýslu ríkisins í dag um nýlega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Seint í gærkvöldi var þeim fundi frestað fram á miðvikudag því Bankasýslan hafði ekki lokið við gerð minnisblaðs um söluna.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og nefndarmanni í fjárlaganefnd, að hún sé gáttuð á þessu: „Ég er mjög hissa á þessari framgöngu bankasýslunnar. Þetta er eiginlega óásættanlegt með öllu,“ sagði hún.

Fjárlaganefnd hafði óskað eftir svörum við á fimmta tug spurninga. Meðal annars við hvernig staðið var að vali á söluaðilum hlutabréfanna, hvers vegna fimm innlendir söluaðilar voru valdir og hvernig samið var um þóknun til þeirra. Einnig var því velt upp hvaða vitneskju Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi haft um áætlaðan kostnað og frávik.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Morgunblaðið að útfærsla sölunnar hafi ekki verið eins og fólk bjóst við ef miðað sé við fyrirliggjandi gögn. Bankasýslan hafi snúið út úr lögunum um framkvæmdin á sölu bankans og mikilvægt sé að spurningum nefndarmanna verði svarað. „Það sem eftir stendur er að fjármálaráðherra seldi pabba sínum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður

Hjördís María skrifar: Fasteignafélög og leigumarkaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn gamaldags og þungur – ég er rétta manneskjan til að takast á við krísuna