Morgunblaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og nefndarmanni í fjárlaganefnd, að hún sé gáttuð á þessu: „Ég er mjög hissa á þessari framgöngu bankasýslunnar. Þetta er eiginlega óásættanlegt með öllu,“ sagði hún.
Fjárlaganefnd hafði óskað eftir svörum við á fimmta tug spurninga. Meðal annars við hvernig staðið var að vali á söluaðilum hlutabréfanna, hvers vegna fimm innlendir söluaðilar voru valdir og hvernig samið var um þóknun til þeirra. Einnig var því velt upp hvaða vitneskju Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi haft um áætlaðan kostnað og frávik.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Morgunblaðið að útfærsla sölunnar hafi ekki verið eins og fólk bjóst við ef miðað sé við fyrirliggjandi gögn. Bankasýslan hafi snúið út úr lögunum um framkvæmdin á sölu bankans og mikilvægt sé að spurningum nefndarmanna verði svarað. „Það sem eftir stendur er að fjármálaráðherra seldi pabba sínum,“ sagði hann.