Nú styttist í sveitastjórnarkosningar og stjórnmálaflokkar því komnir í kosningaham með tilheyrandi auglýsingaflæði. Peningarnir sem ætlaðir eru í auglýsingar eru yfirleitt af takmarkaðir og því þarf að íhuga vel hver sé líklegast að ná til auglýsenda. Líklega hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík brotið blað í pólitískri sögu landsins með því að auglýsa framboð sitt á erlendri grundu.
Hálf þjóðin virðist hafa lagt leið sína til Tenerife undanfarnar vikur og á auglýsingaskilti á flugvellinum þar ytra blasir oddvitinn Hildur Björnsdóttir við sólbrenndum og sælum Íslendingum á heimleið sem eru eflaust kvíðnir fyrir veðrinu sem bíður þeim heima.
Kosningaloforðið á skiltinu er því líklegt til að vekja athygli hjá þessum bugaða hóp því Sjálfstæðisflokkurinn lofar betra veðri í höfuðborginni. Þegar betur er að gáð byggist það á því að flokkurinn ætlar að blása til átaks við gróðursetningu trjáa í borginni sem að þeirra sögn á að stórbæta veðurskilyrði á svæðinu.