fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

„Þetta er á meðal þeirra óteljandi spurninga sem er ósvarað“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ótal spurningum enn ósvarað varðandi framkvæmd Íslandsbankasölunnar. Veltir hann því fyrir sér hvort Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi kosið að ákveðið að skoða hvorki tilboð né tilboðsgjafa í útboðinu, þvert á það sem lög kveði á um, til þess að hann yrði ekki vanhæfur vegna tengsla sinna við suma þeirra er keyptu í útboðinu, en sem dæmi má nefna að faðir hans, Benedikt Sveinsson, tók þátt í útboðinu.

Jóhann Páll vekur athygli á þessu á Facebook þar sem hann bendir á að lögum samkvæmt sé það ráðherra sem taki ákvörðun um hvort að ganga skuli að tilboði eftir að hafa fengið rökstutt mat  á tilboðum frá Bankasýslunni. Bankasýslan hafi svo minnst á þetta verklag í minnisblaði sínu til ráðherra í janúar.

„Í minnisblaði Bankasýslunnar til ráðherra frá 20. janúar sem lagt var fyrir tvær þingnefndir segir að „ráðherra [verði] upplýstur að fullu leyti um hverja sölu, enda þarf samþykki hans fyrir söluverði og sölumagni í hvert skipti sem eignarhlutir ríkisins í bankanum eru framseldir til annarra eiganda“.“

Jóhann segir að fjármálaráðherra og aðrir úr ríkisstjórninni hafi hreykt sér dögum saman af sölunni. Engu að síður hafi fjármálaráðuneytið greint frá því í tilkynningu að upplýsingum um tilboð og tilboðsgjafa hafi aldrei verið bornar undir ráðherra. Hvernig hafi ráðherra þá getað tekið upplýsta ákvörðun um að ganga að tilboðum? Veltir Jóhann því fyrir sér hvort viljandi hafi verið tekin ákvörðun um að fjármálaráðherra kannaði ekki tilboðin og tilboðsgjafana svo hann yrði ekki vanhæfur, meðal annars vegna kaupa ættingja og vina í bankanum.

„Hvernig gat ráðherra tekið upplýsta ákvörðun um hvort gengið yrði að tilboðum, og hvernig gat ráðherra tekið afstöðu til rökstudda matsins frá Bankasýslunni án þess að búa yfir upplýsingum um tilboð og tilboðsgjafa og máta þær grunnupplýsingar við forskriftina sem hann gaf Bankasýslunni um söluna og markmiðin sem sala verður að uppfylla samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum?

Og hvers vegna leiðréttu ráðherra og ráðuneytið ekki þær upplýsingar sem Alþingi fékk frá Bankasýslunni um að ráðherra yrði „upplýstur að fullu leyti um hverja sölu“ ef ráðherra ætlaði sér alltaf að samþykkja söluna með lokuð augun, e.t.v. til að koma í veg fyrir að hann yrði vanhæfur vegna kaupa pabba síns, frænda og vina í bankanum?

Þetta er á meðal þeirra óteljandi spurninga sem er ósvarað. Eðlileg krafa að Alþingi komi strax saman og hefjist handa við að setja á fót óháða rannsóknarnefnd til að fara yfir alla þætti málsins.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni