fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Agnieszka segir Sólveigu Önnu hunsa ósk um félagsfund – „Hér sýnir hún enn og aftur einræðistilburði“

Eyjan
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 18:43

Agnieszka Ewa Ziólkowska

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaformaður Eflingar, Agnieszka Ewa Ziól­kowska, segir að formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, hafi nú einhliða ákveðið að hunsa með öllu vilja næstum 500 félagsmanna sem hafa krafist þess að félagsfundur verði hafinn á föstudaginn. Þar með sé hún enn og aftur að sýna „einræðistilburði“. Agnieszka vekur athygli á þessu á Facebook þar sem hún fordæmir framferði Sólveigar Önnu í málinu.

„Sólveig Anna hefur einhliða ákveðið að gjörsamlega hunsa vilja næstum 500 félagsmanna sem kröfðust þess að félagsfundur veðri haldinn föstudaginn 22. apríl. Þess í stað hefur hún boðað til stjórnarfundar sunnudaginn 24. apríl til að ákveða dagsetningu fyrir félagsfundinn.“

Agnieszka rekur að til að knýja fram félagsfund þurfi 300 undirskriftir, en hér hafi hátt í 500 slíkum verið skilað inn. Furðar Agnieszka sig á því að Sólveig Anna hafi ekki orðið við kröfunni þar sem henni hafi undanfarið orðið tíðrætt um lýðræði innan Eflingar.

„Þegar litið er til þess að síðastliðna mánuði hefur Sólveig Anna farið mikinn í fjölmiðlum og verið tíðrætt um lýðræði, þá verður þetta að teljast ámælisvert, að fara ekki að vilja félagsmanna eða eftir lögum félagsins. Hér sýnir hún enn og aftur einræðistilburði.“

Agnieszka segist fordæma þessa framgöngu og krefst þess að félagsfundur verði haldinn á föstudag, líkt og krafa var gerð um.

„Ég fordæmi framferði formanns í þessu máli og krefst þess að hún haldi félagsfundinn 22. apríl, líkt og þessir félagsmenn fóru fram á.“

Undirskriftalistinn var afhentur á þriðjudag, en þar mátti finna undirskriftir 493 félaga í Eflingu sem kröfðust félagsfundar í samræmi við lög Eflingar. Fundarefni á að vera ákvörðun stjórnar um að segja upp öllum starfsmönnum skrifstofunnar.

Með undirskriftinni var þess krafist að fundurinn yrði haldinn á föstudaginn klukkan 17:00.

Sólveig Anna skrifaði í tölvupósti sem var sendur starfsfólki í gær að henni væri ljúft og skylt að verða við ósk félagsmanna en að stjórn þurfi að koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu fundarins. Bað hún félagsmenn að fylgjast með auglýsingu um fundinn þegar dagsetning væri komin.

Samkvæmt lögum Eflingar er skylt að halda félagsfund ef minnst 300 félagsmenn krefjast þess skriflega og tilgreini fundarefni. Slíka fundi þarf að boða með þriggja sólarhringa fyrirvara eða meira og minnst í einu dagblaði, ríkisútvarpinu eða bréflega. Þó ef brýna nauðsyn ber til má boða fund með skemmri fyrirvara. Í lögum Eflingar kemur einnig fram að það er stjórnin sem boðar til félagsfundar. Ekki er að sjá í lögunum um hvernig beri að fara að þegar í kröfu um félagsfund er að finna tiltekna dagsetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar