fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Sigríður Rakel ráðin sem markaðsstjóri Öskju

Eyjan
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 13:08

Sigríður Rakel Ólafsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Rakel Ólafsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju. Askja er umboðsaðili á Íslandi fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda.  Markaðshlutdeild Öskju var sú hæsta frá upphafi á árinu 2021 og var Askja þá annað stærsta bílaumboð hér á landi um leið og Kia var söluhæsta tegundin á Íslandi í flokki fólksbíla.

Sigríður Rakel kemur til Öskju frá Ölgerðinni og hefur undanfarin ár starfað þar sem vörumerkjastjóri þar sem hún bar m.a. ábyrgð á vörumerkjum PepsiCo í gosi og snakki, t.a.m. Pepsi Max, Lay‘s og Doritos. Sigríður Rakel hefur góða reynslu úr íslenskum markaðsheimi en hún starfaði einnig um árabil sem markaðsstjóri Cintamani og áður vörumerkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni. Sigríður er með B.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands í sálfræði og stundaði einnig Msc. nám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum við sama skóla.

 

,,Það er afar spennandi að koma til starfa hjá jafn stóru og öflugu bílaumboði sem Askja er. Það eru miklar og áhugaverðar breytingar á bílamarkaðinum með rafbílavæðingunni og mörgum nýjungum sem tengjast henni. Það eru einnig spennandi tímar hjá Öskju með sterk merki og nú hefur Smart rafbílamerkið einnig bæst við hjá okkur sem gerir breiddina enn meiri. Ég hlakka til að takast á við þessa nýju og spennandi áskorun að stýra markaðsmálum Öskju,“ segir Sigríður Rakel.

 

,,Það hefur gengið vel hjá Öskju undanfarin misseri og við höfum byggt upp gott teymi sem vinnur við að þjónusta fólk og fyrirtæki á sviði fólks- og atvinnubíla. Askja hefur meðal annars náð góðum árangri í sölu rafbíla og um leið hefur fyrirtækið innleitt ISO 14001 umhverfisstaðalinn sem setur okkur skýr markmið um nálgun okkar á umhverfið. Við stefnum áfram á sömu braut og erum því ánægð að fá Sigríði til liðs við okkur og halda áfram áherslum okkar á umhverfismál og um leið rafbílavæðingu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“