Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, furðar sig á ástandinu í borginni og segir göngustíga nánast ófæra vegna óhreininda. Hún vekur athygli á málinu á Twitter.
„Ár eftir ár er Reykjavík nánast ófær gangandi fyrstu mánuði vors/sumars vegna óhreininda. Hversu flókið getur það verið að þrífa borgina?“
Ár eftir ár er Reykjavík nánast ófær gangandi fyrstu mánuði vors/sumar vegna óhreininda. Hversu flókið getur það verið að þrífa borgina? pic.twitter.com/7CfZ7FbkHH
— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) April 18, 2022
Sigríður bætist þar með í hóp þeirra sem hafa undanfarið gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir skítugar götur, og þar á undan fyrir ómokaðar.
Á meðan sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ráða ekki við að sópa götur eða moka snjó hamast SKÍ-bízafjarðarbær við að moka nokkrum tonnum niður í miðbæ fyrir setningu Skíðaviku 🐣❄️☀️ pic.twitter.com/ok9Lsj7a5g
— Brynja Huld Oskarsdottir (@BrynjaHuld) April 13, 2022
Seinast þegar ég var í Oslo sá ég stórmerkilegann hlut (fyrir utan félagann á Lambo í 4°C). Það var verið að þrífa götur, og gangstéttir borgarinnar. Með vatni! Þetta hlýtur að kalla á heimsókn frá toppum @Reykjavik til að kynna sér þessa nýjung í götuþrifum
— Bíttu í miðjuna (@lakkrisrulla) April 12, 2022
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, benti í umræðunni á að borgin þrífi miðborgina með reglulega með vatni. Spurning sé þó hvort ekki þurfi að taka slík þrif upp í öðrum hlutum borgarinnar.
Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, benti þó á að allar gangstéttar, hjólastígar, götur og vegir séu reglulega þrifnir með vatni í borginni.
Hvers vegna er þá fólki reglulega sagt að halda sig innandyra vegna svifryksmengunar? Því að vegirnir hér eru svo vel vaskaðir? Reyndar er "einu sinni á fimm ára fresti" alveg reglulega líka, þarf ekki að þýða "oft", eða "vel" þó það sé reglulega pic.twitter.com/MfMkieZfoA
— Bíttu í miðjuna (@lakkrisrulla) April 12, 2022
Snýst lífið í Reykjavík bara um að láta sig dreyma um almenningssamgöngur sem virka á meðan man bíður eftir því að götur og gangstéttir séu mokaðar og svo hreinsaðar til skiptis?
— OlgaMKC (@olgacilia) April 7, 2022
RVK Borg, geturu sópað gangstéttir og götur svo ég get verið kúl & æft mig á cruisernum (týpa af hjólabretti) takk 😮💨 need to dyke out í þessu veðri!
— berglind (@berglind_r) April 7, 2022
Að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins eftir þennan vetur er í alvöru eins og að vera í mariokart
— nikólína hildur (@hikolinanildur) March 24, 2022
Sé á miðlunum að fólk hefur áhyggjur af því að gangstéttir og götur verði skítugar fram í maí. Engar áhyggjur. Kosningar framundan. Það verður þrifið snemma í ár.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) March 27, 2022