Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur opinberlega gagnrýnt hópuppsögnina í Eflingu, en hann telur hana hættulegt fordæmi fyrir atvinnurekendur í landinu. Nú sakar hann Eflingu um tvískinnung og rifjar í því samhengi upp mótmæli Eflingar við hópuppsögnum sem áttu sér stað á hótelum í eigu Árna Vals Sólonssonar árið 2019.
„Kaldhæðni örlaganna tekur á sig ýmsar myndir. „Þetta er að okkar mati fullkomlega siðlaust athæfi,“ var haft eftir þáverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Nú leika þau sama leik með fyrirsjáanlega skelfilegum afleiðingum, einkum fyrir félaga í Eflingu.
Léttvægar ástæður til hópuppsagna munu nú eiga greiða leið og erfiðara verður fyrir verkalýðshreyfinguna að spyrna á móti.“
Léttvægar ástæður til hópsuppsagna munu nú eiga greiða leið og erfiðara verður fyrir verkalýðshreyfinguna að spyrna á móti.
Hin Trumpísku viðbrögð við gagnrýni á þetta sjálfsmark eru svo sér kapítuli.— Friðrik Jónsson, formaður BHM (@FormadurBHM) April 13, 2022
Með tístinu deilir Friðrik tilkynningu Eflingar í kjölfar umræddra uppsagna þar sem Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Eflingar sagði að um fullkomlega siðlaust athæfi væri að ræða. Viðar sagði:
„Við erum nýbúin að undirrita kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, sem fyrirtæki Árna eru aðilar að. Þeir samningar byggja á því að hækka laun og bæta kjör fólks. Blekið er ekki þornað á samningnum þegar hann reynir svo að svíkja starfsfólk sitt um þær kjarabætur. Þar að auki er ákvæðum laga um hópuppsagnir ekki fylgt.“
Var forsvarsmönnum umræddra hótela veittur 7 daga frestur til að draga „ólögmætar uppsagnir sínar til baka“.
Sólveig Anna mætti svo í Kastljósið í gærkvöldi þar sem hún sagði ekki ólöglegt að framkvæma hópuppsögn.
„Mér finnst algjörlega sturlað að það sé látið eins og hópuppsögn sé nýlunda hér á Íslandi.“
Áðurnefndi tísti Friðriks svarar Andri Sigurðsson, hönnuður og stuðningsmaður Sólveigar Önnu, sem nýlega vakti athygli eftir að fregnir bárust af verktöku hans fyrir Eflingu, en hann hannaði nýja vefsíðu félagsins auk annarri tilfallandi verkefna.
„Þessar árásir þínar eru ólýðræðislegar og til þess eins að grafa undan baráttu láglaunafólks. Stéttarfélag er ekki einkafyrirtæki.“
Þessu svaraði Friðrik snarlega og benti á að rúmlega 10 prósent starfsmanna skrifstofu Eflingar eru félagsmenn í aðildarfélögum BHM og sé það hluti af starfi Friðriks að gæta hagsmuna þeirra.
„Verkalýðsfélög eru síðan ekki undanskilin almennum leikreglum vinnumarkaðar. Ekkert ólýðræðislegt hér“
Friðrik bætir svo við:
„Það að misnota svo stöðu láglaunafólks, og sérstaklega láglaunakvenna, sem eitthvað skálkaskjól er síðan verulega ósmekklegt. Þetta fordæmi sem Efling er hér að búa til mun einmitt hitta láglaunafólk verst fyrir í framtíðinni.
Ef hinn raunverulegi vandi var það að einhverjir ráðnir starfsmenn væru að vinna gegn lýðræðislega kjörinni forystu með beinum hætti þá er sjálfsagt að tekið sé á því. Kallar það á allsherjar uppsögn allra starfsmanna með þessum hætti? Nei.“
Er eðlilegt að afskræma og mögulega eyðileggja hugtök og aðferðarfræði eins og jafnlaunavottun með svona flumbrugangi? Nei. Og það er nú aldeilis eitthvað sem gæti komið einmitt láglaunakonum í koll…!
Þessi hópuppsögn er fordæmalaust klúður sem mun hafa alvarlegar afleiðingar langt út fyrir raðir Eflingar. Efling er ekki eyland.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn undanfarna daga sem Friðrik gagnrýnir hópuppsögnina. Í Facebookfærslu fyrr í vikunni sagði hann hópuppsögnina vekja óhug og ýmislegt í málinu orki tvímælis.
Sólveig Anna svaraði þeirri gagnrýni á þriðjudag og sagði Friðrik ráðast að sér með aðdróttunum um að annarlegur tilgangur ráði för í ákvörðun stjórnar um hópuppsögnina. Sagði hún Friðrik reyna að grafa undan lýðræðislega kjörinni forystu Eflingar og að hann bæri enga virðingu fyrir ákvörðunarrétti verka- og láglaunafólks. Þar kallaði hún Friðrik „leiðtoga prósentuhækkanafólksins.“
Þeirri gagnrýni hefur Friðrik eins svarað og sagði uppnefnið „leiðtogi prósentuhækkanafólksins“ bara nokkuð gott.
Viðbrögð formanns Eflingar við gagnrýni minni á misnotkun stjórnar hennar á hópuppsögn er að uppnefna mig "leiðtoga prósentuhækkanafólksins." Fannst það eiginlega nokkuð kúl þar til einn vina minna betrumbætti það í "Prósentuprinsinn…!" 🤣
Uppnefningar eru samt rökþrot 😎 pic.twitter.com/YCXjaVfrRk— Friðrik Jónsson, formaður BHM (@FormadurBHM) April 14, 2022