fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Birtir launaseðil starfsmanns skrifstofu Eflingar – „Eru þetta of há laun?“

Eyjan
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Eflingar stéttarfélags hafa verið mikið í umræðunni í vikunni eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir og félagar hennar í Baráttulistanum ákváðu að segja upp öllum starfsmönnum skrifstofunnar. Hefur þessi aðgerð verið harðlega gagnrýnd meðal annars með vísan til þess að með uppsögninni er ætlunin að lækka laun starfsmanna, sem mörgum þótti undarlegt útspil hjá stéttarfélagi.

Stuðningsmenn Sólveigar Önnu hafa þó vísað til þess að um nauðsynlegar hreinsanir hafi verið að ræða og að nauðsynlegt hafi verið að lækka þau ofurlaun sem starfsmenn skrifstofunnar hafi fengið greidd í gegnum árin.

Ástþór Jón Ragnheiðarson, varaformaður ASÍ-UNG og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, birtir í dag tvo launaseðla starfsmanns skrifstofu Eflingar og spyr hvort að þetta séu þau meintu ofurlaun.

Þetta kemur fram í pistli hans á Vísi.

„Mikið hefur verið fullyrt um laun hjá starfsmönnum stéttarfélaga í fjölmiðlum og almennri umræðu undanfarið. Slegið hefur verið fram ýmsum tölum og í sumum tilfellum haldið fram að starfsmenn stéttarfélaga séu jafnvel með rúmlega tvöföld lágmarkslaun og slagi jafnvel í laun upp 800-900 þúsund krónur.“

Ástþór veltir því fyrir sér hvort það sé í anda kjarabaráttu að berjast fyrir lægri launum og segir slæmt að fólk kalli eftir slíkum aðgerðum á röngum forsendum. Ástþór segir að þar sem hann þekki til séu laun almennra starfsmanna stéttarfélags á bilinu 500-600 þúsund krónur. Geti hann staðfest að dagvinnulaun starfsmanns skrifstofu Eflingar hafi verið tæpar 510 þúsund krónur árið 2018 þegar umræddur starfsmaður var nýbyrjaður og komin upp í 578 þúsund á þessu ári eftir um 3,5 ár í starfi.

Starfsmenn hafi svo fengið greidda fasta yfirvinnu og akstursstyrk.

„En höfum það hugfast að það telur ekki þegar þú þarft að sækja rétt þinn. Fæðingarorlofssjóði varðar t.a.m. ekkert um það hvað þú ert með í akstursstyrk. Kjarabót en á sama tíma kjaraskerðing. Og jafnvel þó allt þetta sé tekið saman, dagvinna, yfirvinna og akstursstyrkur, þá kemst það ekki einu sinni nálægt þeim upphæðum sem haldið er fram í umræðunni.

Eru þetta of há laun? Er 500-600 þúsund krónur á mánuði of há laun? „

Ástþór rekur að vissulega séu lágmarkslaun lægri, en úr því verði ekki bætt með því að lækka laun annara.

„Þetta fólk þarf að hífa upp en vandinn er ekki leystur með því að toga alla niður í volæðið. Verkalýðshreyfingin og stéttarfélög sem vinnustaðir eiga að vera fyrirmynd þess sem við viljum fyrir okkar félagsmenn á þeirra vinnustöðum. Við viljum að okkar fólk fái mannsæmandi laun. Við viljum að atvinnurekendur komi vel fram við okkar fólk. Við viljum réttlátara samfélag.“

Ástþór segir að vissulega séu tvær hliðar á hverju máli og ólíkar skoðanir en þó hljóti fólk að sammælast um að halda staðreyndum á hreinu og hver séu grunngildi kjarabaráttu.

 „Og við hljótum að geta sammælst um að það er ekki hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að beita bolabrögðum sem við höfum fordæmt atvinnurekendur fyrir. Rétt er rétt og rangt er rangt, sama hver á í hlut.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga

Íbúar í áfalli og vilja fella ferlíkið – „Valdníðslan“ sérlega óprúttin í ljósi þess hverjir búa við Árskóga
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“

Segir Stefán Einar besta valið í formannsstól Sjálfstæðisflokksins – „Ég myndi setja allan peninginn minn undir“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“

Katrín Jak gerir upp árið – „Svo sannarlega má segja um þetta ár að það hafi markað tímamót“