fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Segir umræðuna um málefni Eflingar vanstillta og engum til sóma – „Ýmsir hafa sett sig á háan hest“

Eyjan
Miðvikudaginn 13. apríl 2022 09:45

Sólveig Anna - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að ná samkomulagi við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. Um er að ræða lögboðið samráðsferli sem viðhafa þarf í tilvikum hópuppsagna. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vísaði því á bug í gær að uppsagnirnar fyrirhuguðu væru ólögmætar og sagðist harma það að fregnir af uppsögnunum hefðu lekið út áður en samráðsferlinu væri lokið.

Frá því að fyrstu fregnir bárust af uppsögnunum á mánudag hefur borið á harðri gagnrýni í garð Sólveigar Önnu og stuðningsmanna hennar, enda fátítt að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn meðal annars til að breyta ráðningakjörum. Uppsagnir voru meðal annars réttlættar með vísan til jafnlaunavottunar en Jafnréttisstofa sagðist í svörum sínum til Kjarnans aldrei hafa heyrt af því að uppsögnum sé beitt sem lið í jafnlaunavottun.

Samkvæmt tilkynningu frá lista Sólveigar, Baráttulistanum, felst í samkomulaginu að öllum ráðningarsamningum verður sagt upp og öll störf auglýst. Innleidd verða ný ráðningarkjör „með gagnsæi og jafnrétti að leiðarljósi og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfnikröfum og verkaskiptingu.“

„Breytingarnar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri.Samráð við trúnaðarmenn hófst að loknum stjórnarfundi sl. mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar var samþykkt. Samkvæmt lögum ber að viðhafa trúnað um samráðið, sem lauk síðdegis í gær, með samkomulagi eins og fyrr segir. Var í kjölfar þess í gærkvöldi send tilkynning til Vinnumálastofnunar og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf.“

Í samkomulaginu felst líka að ef starfsmenn óski þess verða þeir leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests og eins verður öllum starfsmönnum tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur burtséð frá því hvort þeir hafi unnið sér slíkan rétt inn eða ekki.

Eins verða starfsmenn leystir undan skyldum sínum ef þeir óska eftir að ganga í önnur störf áður en uppsagnarfrestur er liðinn og verður þeim veitt svigrúm til atvinnuleitar, svo sem með því að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma.

Sólveig Anna segist ánægð með að samráðið hafi skilað sér í þessu samkomulagi. Þó sé áfram leitt að minnihluti stjórnar Eflingar hafi ekki virt trúnað og lekið upplýsingum til fjölmiðla á meðan á samráði stóð. Umræðan síðasta sólarhringinn hafi verið vanstillt og engum til sóma.

„Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma.“ 

Starfsmenn hafa nú fengið uppsagnarbréfin sín send. Einn starfsmaður hefur greint frá því í færslu á Facebook að hafa fengið bréfið afhent klukkan tvö í nótt frá „lögmanni úti í bæ“. Sú lýsti því sem svo að vanvirðingin við starfsfólk skrifstofunnar sé fordæmalaus og það séu vonbrigði að sjá þau sem í blindni trúi „eftiráskýringum sem standast ekki skoðun“.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni