Það vakti gríðarlega athygli í gær þegar greint var frá því að Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, ásamt félögum hennar í Baráttulistanum hafi ákveðið að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar.
Mikil átök hafa átt sér stað innan Eflingar undanfarna mánuði eftir að greint var frá vanlíðan og óánægju starfsmanna skrifstofunnar í starfi. Í kjölfarið sagði Sólveig Anna af sér sem formaður, en svo bauð hún fram krafta sína á nýjan leik ásamt Baráttulistanum og hafði betur í stjórnarkjörinu.
Bárust þá þær fregnir af skrifstofunni að starfsmenn óttuðust framhaldið og mögulega endurkomu Viðars Þorsteinssonar, fyrrum framkvæmdastjóra sem var hægri hönd Sólveigar, en samkvæmt vinnustaðarúttekt sem gerð var á skrifstofunni var fjöldi starfsmanna gríðarlega ósáttur við stjórnarhætti Viðars.
Í gær ákvað meirihluti Sólveigar í stjórn Eflingar að segja upp öllu starfsfólki og vísaði í því skyni til sjónarmiða um skipulagsbreytinga til að ná fram jafnlaunavottun, til að uppfylla nýjar starfslýsingar og hæfnisviðmið sem og breytingar á launakerfi. Sólveig hefur undanfarna mánuði meðal annars gagnrýnt laun skrifstofufólks Eflingar, sem séu töluvert hærri en lágmarkslaun.
Mun tillaga Sólveigar hafa verið harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans í stjórninni. Í gær var fyrsti starfsdagur Sólveigar eftir að hún tók aftur við sem formaður. Hún mætti þó ekki til vinnu á skrifstofunni heldur aðeins á langan stjórnarfund þar sem áðurnefnd ákvörðun var tekin.
Í morgun var svo boðað til fundar starfsmanna skrifstofunnar þar sem fyrirhugaðar uppsagnir eru til umræðu, en starfsmönnum hafa enn ekki borist uppsagnarbréf. RÚV greinir frá því að margir starfsmanna séu í áfalli vegna fregnanna, en þeir hafi frétt af uppsögnunum í fréttum fjölmiðla í gærkvöldi.
Sólveig Anna hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla vegna málsins, en hún iðulega hefur kosið að tjá sig á sínum eigin Facebook-vegg fremur en í samtölum við fjölmiðla.
Uppsagnirnar hafa vakið hörð viðbrögð meðal netverja, en þó hafa einnig margir tekið undir með Sólveigu – þá einkum í athugasemdakerfum fjölmiðla – þar bendir fólk á að vegna innanhússátaka Eflingar hafi þetta líklega verið það eina sem nýr formaður gæti gert til að tryggja vinnufrið og til að lægja öldur.
Hér má lesa dæmi um nokkrar athugasemdir sem hafa fallið síðan í gærkvöldi:
„Er ekki vanþörf á að taka til þarna. Alla vega heyrum við um það á netinu. Ég hef fulla trú á Sólveigu, hún er skelegg. Ég vildi óska að fleira fólk í samfélaginu þyrði að taka slaginn og bæta samfélagið. Þar sem spilling og græðgin hefur tekið völdin í hendur sér. Við skulum gefa þessari ungu konu tækifæri og sjáum hvernig henni tekst til við að laga til í Eflingu.“
„Var eitthvað annað hægt til að fá vinnufrið, var ekki starfsfólk búið að lýsa yfir kvíða við komu Sólveigar?“
„Ísland þarf á Sólveigu að halda forpokuðu bjánar. Hún er af heilum hug að bæta heim þeirra sem hafa rétt til.“
„Flott hjá henni. Kominn tími til að hreinsa út sjálftökuliðið á ofurlaununum“
„Eina sem var hægt að gera“
„Gott hjá henni, ekki gott að hafa óánægt starfsfólk“
Viðbrögðin á Twitter hafa verið öllu harðari og þar má líta gagnrýni á að stéttarfélag ráðist í hópuppsögn meðal annars gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en sumir starfsmenn skrifstofunnar eru Eflingarfélagar.
Er þetta ekki í fyrsta sinn sem verkalýðsforingi stendur fyrir hópuppsögn?https://t.co/qlyi1bGthu
— Friðjón Friðjónsson 🇺🇦 (@fridjon) April 11, 2022
Bílaplanið fyrir utan skrifstofu Eflingar ætti að vera svona á morgun. pic.twitter.com/o4dekNNYWq
— Gaz (@gudmegill) April 11, 2022
Sólveig Anna hefur rekið allt starfsfólk Eflingar – loksins!
Sólveig var kjörin af félagsfólki í tvígang svo auðvitað verður skrifstofa og innviðir Eflingar að ganga í takt við fólkið og Sólveigu. Annað er andlýðræðislegt. ‼️Vel gert Sólveig Anna‼️ https://t.co/MXsXw7BvYv— Græni (@Grni79199533) April 12, 2022
Keeping my head down, staying out of the media and doing the job the members paid me to do got me just as fired in the end.
— Phoenix (@PhoenixJRamos) April 11, 2022
You either die a hero or you live long enough to see yourself become the villain.https://t.co/yiUniVEflV
— Þorvaldur Sigurbjörn Helgason 🇺🇦 (@dullurass) April 11, 2022
Og hvað svo? Á að ráða aðra inn? Hver á eftir að vilja sækja um vinnu þarna? https://t.co/y4Vi3xdvXh
— 🇺🇦 Brynhildur Breiðholtsdóttir 🇺🇦 (@BrynhildurYrsa) April 11, 2022
ÞETTA ER NEXT LEVEL STURLUN ÞIÐ HLJÓTIÐ ÖLL AÐ SJÁ ÞAÐ pic.twitter.com/TVL0OwPibO
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 11, 2022
Jafnlaunavottun, ferli:
Skref 1: reka alla
Skref 2: Brostu, því þú hefur lokið ferlinu 😊 pic.twitter.com/uayJZZFYqd— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 11, 2022
Erfitt þegar stéttarfélag þeirra er líka Efling..
— Vala/Valgerður Árnadóttir 🇺🇦 (@ValaArna) April 12, 2022
Núna þegar bûið er að reka allla hjá Eflingu, er ekki hægt að nota vefinn þeirra undir svona Ashley Madison dæmi — E-FLING er fullkomið nafn fyrir slíkt …
— Halldór Högurður (@hogurdur) April 11, 2022
Sólveig Anna er örugglega að skrifa uppsagnarbréf handa pottablóminu sem gaf henni illt auga fyrr í dag
— Hekla Elísabet (@HeklaElisabet) April 12, 2022
What the fuck 😵💫 https://t.co/aYPB0X1UrV
— Henrý 🇺🇦 (@henrythor) April 11, 2022
Too soon? 🤪 pic.twitter.com/T1jRzwc3VZ
— Gísli Már (@gislimar) April 11, 2022
Ætli það hefði haft einhver áhrif á fjölda atkvæðanna sem B-listi Eflingar fékk ef það hefði komið fram fyrir kosningar að þeirra fyrsta verk yrði að reka bókstaflega allt starfsfólkið?
— Halldór Auðar Svansson 🇮🇸 🤝 🇺🇦 (@tharfagreinir) April 12, 2022
Andri Sigurðsson að kalla færslu sem gagnrýnir Sólveigu Önnu „níðfærslu” er einfaldlega bara of fyndið😂😂😂😂 Ok mr. Jæja
— Eiður Welding (@EiWelding) April 12, 2022
Sólveig Anna þegar hún komst til valda aftur: pic.twitter.com/q4S0l3JtPg
— Gudni Gudmundsson (@gudni_eirikur) April 12, 2022
Sólveig Anna var kosin formaður Eflingar með 52,5% atkvæða. Kjörsókn var 15,1%.
8% félagsmanna náðu að taka yfir félagið, með þessum afleiðingum.
Þetta er ástæðan fyrir því að þú þarft að nýta atkvæðaréttinn þinn þegar þér stendur til boða að kjósa.https://t.co/7iAtYmew0t
— Kjartan (@Kjartans) April 12, 2022
Starfsfólk fundar án Sólveigar – https://t.co/3zyTn7xysH https://t.co/n2wxKN1RvU via @mblfrettir Sólveig hefur kjark til að stinga á kýlunum. Það er það sem þarf þegar heimaríkir hundar hafa tekið völd sem þeim voru ekki ætluð af neinum. Sólveig var kosin – ekki þau. Gó Sólveig.
— Stefán Stefans (@StefnStefans1) April 12, 2022
Grunar að þetta kunni að flækja verkalýðsbaráttuna eitthvað. Hvernig á verkalýðshreyfingin að geta gert athugasemdir við fjöldauppsagnir í nafni skipulagsbreytinga héðan í frá?
Öllu starfsfólki Eflingar verður sagt upp https://t.co/OtFW7oyn7G
— Bláa öndin (@blaaondin) April 11, 2022
Mistókst að leggja niður embætti ritara og gjaldkera. Næsta skref er að reka allt starfsfólk Eflingar… Svona af því að sósíalistar hafa ekki verið tengdir nógu mikið við einræðisherra og kommúnisma? #WTFSólveig?
— Gunnar Þór Sigurjónsson (@Gunnarthor2) April 12, 2022
Það trúði enginn hvað Putin getur gert þangað til hann réðst á Úkraínu.
Það trúði enginn hvað Sólveig Anna getur gert þangað til hún sagði upp öllu starfsfólki Eflingar. pic.twitter.com/EmBuafv7SP— Stefan Paunov (@stpaunov) April 12, 2022
“Sólveig Anna, formaður Eflingar, hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum frá fréttastofu um málið.” 🐥#eflinghttps://t.co/CiBJTjXagk
— Kjartan Valgardsson 🌹💪🏽🔴 (@kjarval_kjartan) April 12, 2022
Nema ef þú vinnur hjá Eflingu að sjálfsögðu pic.twitter.com/0q9VA83Nt0
— Tómas Ingi🇺🇦 (@tomasingiad) April 11, 2022
Þessi hópuppsögn hjá Eflingu er next level. Var ekkert hugað að starfsfólkinu? Enginn að pæla í því hversu fáránleg krafa það er að vinna út uppsagnarfrestinn? Og hvað með þau sem vilja sækja réttar síns en eru sjálf í Eflingu? Vá ég á ekki orð
— Lenya Rún (@Lenyarun) April 12, 2022
Ég vona bara að starfsfólk Eflingar séu ekki meðlimir í stéttarfélaginu Eflingu. Gæti orðið vandræðalegt á næstunni.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 11, 2022