fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Hörð viðbrögð við uppsögnum í Eflingu – „Hver á eftir að vilja sækja um vinnu þarna?“

Eyjan
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti gríðarlega athygli í gær þegar greint var frá því að Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, ásamt félögum hennar í Baráttulistanum hafi ákveðið að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar.

Mikil átök hafa átt sér stað innan Eflingar undanfarna mánuði eftir að greint var frá vanlíðan og óánægju starfsmanna skrifstofunnar í starfi. Í kjölfarið sagði Sólveig Anna af sér sem formaður, en svo bauð hún fram krafta sína á nýjan leik ásamt Baráttulistanum og hafði betur í stjórnarkjörinu.

Bárust þá þær fregnir af skrifstofunni að starfsmenn óttuðust framhaldið og mögulega endurkomu Viðars Þorsteinssonar, fyrrum framkvæmdastjóra sem var hægri hönd Sólveigar, en samkvæmt vinnustaðarúttekt sem gerð var á skrifstofunni var fjöldi starfsmanna gríðarlega ósáttur við stjórnarhætti Viðars.

Í gær ákvað meirihluti Sólveigar í stjórn Eflingar að segja upp öllu starfsfólki og vísaði í því skyni til sjónarmiða um skipulagsbreytinga til að ná fram jafnlaunavottun, til að uppfylla nýjar starfslýsingar og hæfnisviðmið sem og breytingar á launakerfi. Sólveig hefur undanfarna mánuði meðal annars gagnrýnt laun skrifstofufólks Eflingar, sem séu töluvert hærri en lágmarkslaun.

Mun tillaga Sólveigar hafa verið harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans í stjórninni. Í gær var fyrsti starfsdagur Sólveigar eftir að hún tók aftur við sem formaður. Hún mætti þó ekki til vinnu á skrifstofunni heldur aðeins á langan stjórnarfund þar sem áðurnefnd ákvörðun var tekin.

Í morgun var svo boðað til fundar starfsmanna skrifstofunnar þar sem fyrirhugaðar uppsagnir eru til umræðu, en starfsmönnum hafa enn ekki borist uppsagnarbréf. RÚV greinir frá því að margir starfsmanna séu í áfalli vegna fregnanna, en þeir hafi frétt af uppsögnunum í fréttum fjölmiðla í gærkvöldi.

Sólveig Anna hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla vegna málsins, en hún iðulega hefur kosið að tjá sig á sínum eigin Facebook-vegg fremur en í samtölum við fjölmiðla.

Uppsagnirnar hafa vakið hörð viðbrögð meðal netverja, en þó hafa einnig margir tekið undir með Sólveigu – þá einkum í athugasemdakerfum fjölmiðla – þar bendir fólk á að vegna innanhússátaka Eflingar hafi þetta líklega verið það eina sem nýr formaður gæti gert til að tryggja vinnufrið og til að lægja öldur.

Hér má lesa dæmi um nokkrar athugasemdir sem hafa fallið síðan í gærkvöldi:

„Er ekki vanþörf á að taka til þarna. Alla vega heyrum við um það á netinu. Ég hef fulla trú á Sólveigu, hún er skelegg. Ég vildi óska að fleira fólk í samfélaginu þyrði að taka slaginn og bæta samfélagið. Þar sem spilling og græðgin hefur tekið völdin í hendur sér. Við skulum gefa þessari ungu konu tækifæri og sjáum hvernig henni tekst til við að laga til í Eflingu.“ 

„Var eitthvað annað hægt til að fá vinnufrið, var ekki starfsfólk búið að lýsa yfir kvíða við komu Sólveigar?“ 

„Ísland þarf á Sólveigu að halda forpokuðu bjánar. Hún er af heilum hug að bæta heim þeirra sem hafa rétt til.“ 

„Flott hjá henni. Kominn tími til að hreinsa út sjálftökuliðið á ofurlaununum“ 

„Eina sem var hægt að gera“ 

„Gott hjá henni, ekki gott að hafa óánægt starfsfólk“ 

Viðbrögðin á Twitter hafa verið öllu harðari og þar má líta gagnrýni á að stéttarfélag ráðist í hópuppsögn meðal annars gagnvart sínum eigin félagsmönnum, en sumir starfsmenn skrifstofunnar eru Eflingarfélagar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan