fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Dygg stuðningskona snýr baki við Sólveigu Önnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóna Sveinsdóttir, ræstitæknir og kjólameistari, sagði sig úr stjórn Eflingar í gærkvöld í kjölfar þeirrar ákvörðunar meirihluta stjórnarinnar um að segja upp öllu starfsfólki Eflingar.

Jóna hefur lengi starfað í verkalýðshreyfingunni og verið dyggur stuðningsmaður Sólveigar Önnu. Hún segir í samtali við DV að ákvörðunin um að yfirgefa stjórnina hafi verið tekin fyrir nokkru en nýjustu vendingar hafi flýtt fyrir henni og séu hluti af ástæðunni fyrir því að hún stígur til hliðar. Viðurkennir hún að vinnubrögð nýrrar stjórnar séu ekki í takt við hennar sjónarmið.

„Þessi ákvörðun var tekin áður. Ég er ekki tilbúin til að tímasetja hana nákvæmlega,“ segir Jóna. „Við erum sammála í pólitík,“ segir hún, aðspurð um afstöðu sína til Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, sem stóð að baki þeirri ákvörðun að reka starfsfólkið. Hún viðurkennir hins vegar að það sé vegna stefnu nýrrar stjórnar undir forystu Sólveigar Önnu sem hún vill ekki vera í stjórn Eflingar lengur.

„Ég styð ekki þessa ákvörðun,“ segir Jóna ennfremur um þá ákvörðun að segja upp starfsfólkinu. „Afsagnarákvörðunin var samt tekin áður.“

„Öllum mínum afskiptum af Eflingu stéttarfélagi er hér með lokið,“ segir Jóna ennfremur en hún hefur nógu öðru að sinna enda er hún bæði kjólameistari og ræstitæknir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“

Björn Jón skrifar: Ríkisútvarpið og „sósíalismi andskotans“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa

Orðrómarnir færast í aukana – Auðmaðurinn fær hugsanlega lykilhlutverk hjá Trump hvað varðar Gasa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun

Heiða Björg borgarstjóri: Ég vildi hafa flugvöllinn kyrran en breytti svo um skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?