Drífa Snædal, forseti ASÍ, er mætt á skrifstofu Eflingar. Frá þessu greinir Fréttablaðið sem ræddi vði Drífu, en hún fordæmir hópuppsögn starfsfólks skrifstofunnar, en stjórn Eflingar ákvað í gær að segja upp öllu starfsfólki.
Starfsmenn skrifstofunnar hafa fundað síðan rétt rúmlega átta í morgun. Starfsmenn hafa enn ekki fengið uppsagnarbréf og virðast hafa frétt af uppsögnunum fyrst í fréttum gærkvöldsins.
Just found out I dont have a job anymore.https://t.co/5veaJpcYso
— Phoenix (@PhoenixJRamos) April 11, 2022
Starfsmenn eru með á bilinu 1-6 mánaða uppsagnarfrest og ætlar Efling að krefjast þess að uppsagnarfresturinn verði unninn.