Kæra hefur borist Forsætisnefnd Alþingis vegna ummæla Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Er því haldið fram að ummælin hafi brotið gegn siðareglum Alþingis.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta við fréttastofu RÚV sem greinir frá.
Erindið verður að líkindum tekið fyrir á næsta fundi forsætisnefndar. Ekki hefur verið greint frá því hver lagði inn kæruna.
Sjá einnig: Sigurður Ingi hringdi í Brynju í gær „fullur iðrunar“ – „Við erum mannleg og skítum stundum upp á bak“
Sigurður Ingi baðst á mánudaginn 4. apríl afsökunar á ummælum sínum, sem hann kallaði „óviðurkvæmleg“ en vildi þó ekki staðfesta innihald þeirra, og hefur fundað með og náð sáttum við Vigdísi.
Sjá einnig:
Vigdís fyrirgefur Sigurði Inga