fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin ekki samstíga um sölu Íslandsbanka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. apríl 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil og heit umræða hefur verið í samfélaginu síðustu daga eftir að ríkið seldi 22,5% hlut í Íslandsbanka. Salan fór nánast fram í skjóli nætur og hvíldi mikil leynd yfir henni. Eftir að listi yfir kaupendur var birtur færðist umræðan enn í aukana og telja margir sig finna spillingarlykt af sölunni.

Ekki dregur það úr óánægju margra að fréttir hafa borist af því að sumir kaupendanna hafi nú þegar innleyst hagnað með að selja hlutabréfin sem þeir keyptu á genginu 119 í útboðinu.

Jakob Valgeir Flosason, fjárfestir, er einn þeirra sem keypti hlut í bankanum. Hann gagnrýndi söluna fyrir helgi og sagði að ríkið hefði getað fengið hærra verð fyrir hlut sinn.

Á laugardaginn skrifaði Páll Magnússon, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, færslu á Facebook þar sem hann skýrði frá símtali sem efnaður vinur hans fékk að kvöldi til þar sem hann var spurður hvort hann vildi ekki kaupa hlut í Íslandsbanka og hagnast um 10 milljónir á meðan hann svæfi.

Þá hafa margir lýst yfir óánægju sinni með að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hafi verið meðal kaupenda. Bjarni segist ekki hafa vitað af kaupum föður síns á hlut í Íslandsbanka fyrr en hann sá kaupendalistann.

Nú er einnig ljóst að ekki er eining innan ríkisstjórnarinnar um söluna. „Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söluna á bréfum í Íslandsbanka. Vildi almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Þessum sjónarmiðum mínum kom ég skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins,“ hefur Morgunblaðið eftir Lilju Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, í umfjöllun um málið í dag.

Gagnrýnt hefur verið hvernig staðið var að vali á þeim sem fengu að kaupa hlutabréfin en það var Bankasýsla ríkisins sem lagði fram tillögu um fyrirkomulagið.

Morgunblaðið hefur eftir Lilju að það hafi alltaf verið ljóst í hennar huga  að ríkið myndi ekki vera með 67% eignarhald á íslenskum fjármálamarkaði og því hafi þurft að selja hlutinn í Íslandsbanka en vanda hafi þurft til verksins í ljósi fjármálahrunsins. „Ég hef alltaf talið skynsamlegt að taka lítil og hægfara skref. Hafa vaðið fyrir neðan sig. Ekki einblína á verð, heldur gæði framtíðareigenda. Önnur leið var hins vegar valin og því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð,“ er haft eftir henni.

Lilja á sæti í ráðherranefnd um efnahagsmál. Hjá nefndinni kom fram að staða ríkissjóðs sé góð um þessar mundir og því kallaði ekkert á hraða sölu á hlutabréfum í Íslandsbanka að mati Lilju. „Miðað við aðstæður og umræðuna nú tel ég að hægja verði á einkavæðingunni. Í mínum huga er líka alveg ljóst að Landsbankinn skuli vera áfram í eigu þjóðarinnar. Sala á honum kemur ekki til greina,“ er haft eftir henni.

Hún sagði að brýnt sé að Ríkisendurskoðun skoði framkvæmdina og aðferðina við söluna á hlutabréfunum. Ekki sé hægt að skella skuldinni alfarið á Bankasýslu ríkisins, ábyrgðin hljóti að liggja hjá þeim stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni