fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Allt á suðupunkti á Alþingi: „Bera þeir enga virðingu fyrir sjálfum sér?… er hæstvirtur fjármálaráðherra með þessa menn í beisli?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 8. apríl 2022 13:08

Skjáskot/Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Alþingi í dag er að sjálfsögðu mikið rætt um söluna á Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan vill að sett verði á fót rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til að málið verði skoðað í þaula. Rætt hefur verið um að ríkisendurskoðun fari í að skoða málið en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að armar ríkisendurskoðunar nái ekki nógu langt og að rannsóknarnefnd sé því betri kostur.

„Stjórnarliðar verða að skilja að ríkisendurskoðandi hefur ekki sömu rannsóknarheimildir og rannsóknarnefndir stofnaðar af Alþingi gera. Og ég ætla að nefna hér og rifja upp að ríkisendurskoðun gerði úttekt á bankasölu árið 2002, Búnaðarbanki Íslands, Landsbanki Íslands. Bankasalan sem olli hruninu fékk heilbrigðisvottorð frá ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun hefur ekki lagaheimildir og verkfæri til þess að gera það sem gera þarf. Þess vegna þarf ekki að byrja þar.“

video
play-sharp-fill
„Okkur er heitt í hamsi“

Stjórnarliðinn Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, sagði á þingi í gær að hann væri hlynntur þeirri hugmynd að setja á fót sérstaka rannsókn í málinu. Í dag virðist hann þó vera á öðru máli.

„Okkur er heitt í hamsi, ég heyri það og fylgist með því,“ sagði Orri Páll þegar hann kom upp á eftir Þórunni. „Mér finnst sjálfsagt að velta við öllum steinum í þessu máli en mér finnst líka eðlilegt að við byrjum á okkar eftirlitsstofnun sem er Ríkisendurskoðun.“

Mér finnst alvarlegt að heyra hér vísað í 20 ára gömul gögn og niðurstöðu hjá háttvirtum formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ég held að það þurfi að taka það til umræðu á vettvangi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hvort það ríki raunverulega traust þá. Ég treysti ríkisendurskoðanda sem fyrsta vettvangi í þessari vinnu.“

Orri sagði þá að hann styðji það heilshugar að sett verði á fót sérstök rannsóknarnefnd ef það kemur fram hjá Ríkisendurskoðun að eitthvað þurfi að skoða frekar.

video
play-sharp-fill

„Bera þeir enga virðingu fyrir sjálfum sér?“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lét Orra og fleiri stjórnarliða heyra það þegar hann steig upp í pontu skömmu síðar. „Hvers vegna ætli formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi hér áðan vitnað til 20 ára gamals máls þar sem Ríkisendurskoðun lagði blessun sína yfir sölu banka? Það er vegna þess að málið varpar ljósi á það er himinn og haf á milli Ríkisendurskoðunar og rannsóknarnefnd á vegum Alþingis,“ segir hann.

„Það er himinn og haf á milli þeirra rannsóknarheimilda sem eru til staðar þegar Ríkisendurskoðun skoðað mál og þegar rannsóknarnefndir Alþingis skoða mál. Það er ótrúlegt að heyra hérna form þingflokksformann Vinstri grænna, að vera að reyna að mála þetta upp sem einhverja vantraustsyfirlýsingu á Ríkisendurskoðun“

Jóhann segir þá að þetta sé að koma frá sama stjórnarmeirihluta og „leikur sér að því að beita starfsmannalögunum með ólögmætum og fráleitum hætti til að Sjanghæja ríkisendurskoðanda frá löggjafarvaldinu og yfir til framkvæmdarvaldsins“. Hann segir afleiðingar þess vera þær að núna er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem hefur verið kosinn af Alþingi.

„Hvenær á að kjósa? Hvenær á að kjósa og hvaða vitleysa er þetta?“

Síðan vitnaði Jóhann í ræðu Orra Páls um málið í gær auk þess sem hann segir Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmann Framsóknarflokksins, hafa sagt slíkt hið sama, það er að sett verði á fót sérstök rannsókn á þessu máli.

„Eru þeir búnir að éta þetta ofan í sig? Bera þeir enga virðingu fyrir sjálfum sér? Bera enga virðingu fyrir Alþingi? Er hæstvirtur fjármálaráðherra með þessa menn í beisli?“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Hide picture