fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Bjarni segist ekki hafa vitað að faðir hans væri meðal kaupenda – „Það kom mér í opna skjöldu“

Eyjan
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 11:07

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri meðal þeirra sem tóku þátt í Íslandsbanka útboðinu í mars.

Eftir að listi kaupenda var opinberaður síðdegis í gær bárust fljótlega fregnir þess efnis að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði keypt fyrir um 55 milljónir króna í útboðinu í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. Brugðust margir ókvæða við og töldu þar á ferðinni óforskammaða frændhygli, að ráðherra hafi gefið föður sínum færi á að kaupa hlut í banka sem var í ríkiseign á afláttarverði.

Bjarni svaraði til um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar segir hann að fréttirnar hafi komið honum jafn mikið á óvart og öðrum, enda hafi hann sjálfur ekki séð listann yfir kaupendur fyrr en í gær.

„Ég fæ listann fyrst í gær og það er í fyrsta sinn sem ég sé hverjum hefur verið úthlutað,“ segir Bjarni.

Aðspurður hvort hann hafi vitað að faðir hans væri meðal kaupenda svarar hann:

„Nei það vissi ég ekki og það kom mér í opna skjöldu í gær. Já það gerði það. Ég hafði bara ekki hugmynd um það.“

Bjarni segir að hann hafi fyrir þó nokkrum árum síðan óskað eftir því við föður sinn að hann væri ekki að upplýsa hann um sín viðskipti. Hins vegar hefði það vissulega verið heppilegra að faðir hans hefði sleppt því, en þó sé ekkert athugavert þar á ferð.

„Ég ætla ekkert að neita því að það hefði verið á margan hátt heppilegra fyrir mig persónulega en þetta á ekki að snúast um mig.“

Bjarni bendir á að kaupendur hafi ekki verið valdir til viðskiptanna. Þeir hafi gefið sig fram og gert tilboð og svo þegar endanlegt verð var ákveðið detti þeir út sem buðu lægra en það. Þarna hafi eitt gengið yfir alla og segir Bjarni að það hafi verði mikilvægt að dreifa eignarhaldinu og því séu einkafjárfestar mikilvæg viðbót við lífeyris- og verðbréfasjóði því annars væri hætta á því að lífeyrissjóðir ættu ráðandi hlut í öllum bönkum landsins og svo í flestum stórum fyrirtækjum líka sem væri ótækt í ljósi samkeppnisumhverfis.

Að öðru leyti stendur Bjarni við þá afstöðu sína að útboðið hafi verið vel heppnað.

„Við fáum gott verð, það er dreift eignarhald, það er mikil þátttaka, meiri eftirspurn en við svona óttuðumst, það komu erlendir kaupendur að viðskiptunum.“

Ríkið hafi á sínum tíma tekið við 95 prósenta hlut Íslandsbanka án endurgjalds og nú sé búið að fara í gegnum tvö útboð þar sem ríkið fékk gott verð fyrir sinn hlut og auk þess töluvert fé í gegnum arðgreiðslur á eignarhaldstímanum. Áfram sé ríkið langstærsti eigandi í bankanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar