Í gærkvöldið fór fram aðalfundur Isavia, rekstrarfélag flugvalla á Íslandi, og var hann haldin í Reykjanesbæ. Kristján Þór Júlíusson, fyrrum þingismaður sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og ráðherra, var kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins en auk hans í aðalstjórn voru kosin þau Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.
Einnig var kosið í varastjórn félagsins en þar vekur mesta athygli nafn Ingveldar Sæmundsdóttur, aðstoðarmanns Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra. Ingveldur hefur verið sökuð um að ljúga að fjölmiðlum, nánar tiltekið DV, þegar hún fullyrti að fréttir um að Sigurður Ingi hefði viðhaft rasísk ummæli á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing væru algjört bull.
Daginn eftir baðst ráðherrann svo afsökunar á orðum sínum og kom þá í ljós að Ingveldur var ekki á staðnum þegar ummælin voru látin falla.
„Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir í skriflegu svari Ingveldar þegar fréttastofa óskaði eftir skýringum á ummælum hennar,“ sagði Ingveldur í skriflegu svari til RÚV í kjölfarið.
Auk Ingveldar voru Dóra Sif Tynes, Sigrún Traustadóttir, Tómas Ellert Tómasson og Valdimar Halldórsson kosin í varastjórn Iavia.
Þá var ársskýrsla Isavia var gefin út á fundinum og eru þar að finna helstu upplýsingar um rekstur Isavia á árinu 2021.