fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Þvertekur fyrir að Sigurður Ingi hafi viðhaft rasísk ummæli – „Þetta er algjört bull“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 3. apríl 2022 16:33

Ingveldur Sæmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, segir það af og frá að ráðherrann hafi viðhaft rasísk ummæli á gleðskap í tilefni af Búnaðarþingi í vikulok. „Þetta er algjört bull,“ segir Ingveldur.

Sú saga hefur farið sem eldur um sinu alla helgina að tvær uppákomur hafi átt sér stað á umræddum gleðskap. Annarsvegar að Sigurður Ingi hafi vísað til Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna  sem „hinnar svörtu“ og að soðið hafi upp úr milli Gunnars Þorgeirssonar, formanns BÍ, og Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra Framsóknarflokksins.

Þess ber að geta að blaðamenn DV höfðu það frá heimildarmönnum sem voru á vettvangi að að Sigurður Ingi hefði látið ummælin falla og sú saga hefur farið sem eldur um sinu alla helgina.

Sjá einnig: Leiðtogar Framsóknar í vandræðum eftir uppákomur á Búnaðarþingi – Formaðurinn BÍ rekinn burt og rasísk ummæli sögð höfð uppi

Ingveldur vísar því hins vegar alfarið á bug. Hún segist ekki hafa neytt áfengis þetta kvöld og staðið við hlið Sigurðar Inga þegar til stóð að taka mynd þar sem viðstaddir ætluðu að halda á Vigdísi í einskonar planka. Segir Ingveldur að Sigurði Inga hafi ekki litist vel á hugmyndina og þá látið þau orð falla að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“

Andri Snær kemur Carbfix til varnar – „Ég hef þessa skoðun, get skipt um skoðun“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“

Tímamóta-Dagur þakkar fyrir sig – „Og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð