fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

„Ef ég ætti tíkall fyrir hvern þann sem hló sig máttlausan yfir mér fyrir átta árum vegna þessa ætti ég digran eftirlaunasjóð“

Eyjan
Laugardaginn 2. apríl 2022 08:16

Þorsteinn Sæmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var greint frá því að þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og að stefnt sé á niðurstöðu í haust.

Fyrrum Alþingismaðurinn Þorsteinn Sæmundsson var greinilega ánægður með tíðindin en hann deildi fréttinni á Facebook-síðu sinni með skilaboðunum: „Ef ég ætti tíkall fyrir hvern þann sem hló sig máttlausan yfir mér fyrir átta árum vegna þessa ætti ég digran eftirlaunasjóð.“

Þorsteinn vísar þar í þingsályktunartillögu sem hann lagði fyrst fram á Alþingi árið 2014 þar sem hann vildi að íslenska ríkið myndi kanna hagkvæmni þess að reisa slíka verksmiðju sem gæti kostað allt að 120 milljarða. Sagðist Þorsteinn sannfærður um að slík athugun myndi sýna að framkvæmdin væri hagkvæm en áréttaði að ekki væri stefnt að því að ríkið myndi fjármagna og reka verksmiðjuna,

Á Íslandi lauk áburðarframleiðslu árið 2002 og síðan þá hefur áburður verið keyptur erlendis frá, um 45 til 50 þúsund tonn á ári og er áætlað að kostnaðurinn sé allt að fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári.  Verðið á áburðinum hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri, ekki síst útaf stríðinu í Úkraínu, og ljóst að allar forsendur eru breyttar.

Þorsteinn sá kannski ekki stríðsátökin í Evrópu fyrir en tillaga hans var meðal annars rökstudd á þá leið að auka þyrfti matvælaframleiðslu í heiminum um 50 prósent á næstu tuttugu árum og um verð á áburði  sagði í tillögunni „að það muni að öllum líkindum haldast hátt í næstu framtíð vegna aukinnar ræktunar matvæla sem nauðsyn er á til að brauðfæða síaukinn mannfjölda“.

Óhætt er að fullyrða að tillagan hafi fallið í grýttan jarðveg á sínum og var Þorsteinn hafður að háði og spotti vegna þessa. Ekki síst vegna þess að í tillögunni var sagt að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.

Sú framtíðarsýn, að fá vellaunaða vinnu í áburðarverksmiðju, þótti ekkert sérstaklega töff á þeim tíma . Sem dæmi má nefna að í  bakþönkum Fréttablaðsins á sínum tíma skrifaði fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason ádrepu til höfuðs honum.

„Við Þorstein vil ég segja: Taktu þessa áburðarverksmiðju og troddu henni upp í sjötta áratuginn á þér. Ef áburðarverksmiðja er sniðugur fjárfestingarkostur máttu reisa hana sjálfur, mala þitt gull og greiða af því skatt. Og í Guðs bænum, taktu þinn tíma í verkefnið, kallaðu inn varamann og hættu að sóa tíma okkar.“ Hlaut eldræðan mikið lof og var hlegið að Þorsteini.

Deila má um hvort að það sé hlutverk ríkisins að láta vinna slíka hagkvæmnirannsókn en ljóst er að í dag væri hagur í því að slík skýrsla lægi fyrir. Ef svo færi að áburðaverksmiðja myndi rísa hér á landi eftir nokkur ár þá má reikna með því að Þorsteinn Sæmundsson muni hlæja best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar