fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Hrannar Björn og Sigurður Kári teknir við sem ræðismenn Georgíu og Ísrael

Eyjan
Föstudaginn 1. apríl 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögbirtingablaðið greinir frá sex skipuðum kjörræðismönnum erlendra ríkja.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrum þingmaður, var skipaður kjörræðismaður Ísrael þann 3. mars.

André Úlfur Visage, hönnuður, var skipaður kjörræðismaður Suður-Afríku í október 2021.

Valur Tino Nardini, einn eigenda veitingastaðarins Ítalíu, var skipaður kjörræðismaður San Marínó í október 2021.

Rósa Björg Jónsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, var skipuð kjörræðismaður Ítalíu í september 2020.

Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, var skipaður kjörræðismaður Georgíu í desember 2020.

Og Sigurður Atli Jónsson,  varaformaður Arctic Green Energy og fyrrum forstjóri Kviku, hefur var skipaður kjörræðismaður Kasakstan í apríl 2021.

Að vera kjörræðismaður þykir gjarnan vera mikill heiður, en um ólaunað starf er að ræða. Það eru svo erlendu ríkin sem velja ræðismenn sína hér á landi. Starfið er fjölþætt og felst einkum í að aðstoða ríkisborgara þess lands sem viðkomandi er ræðismaður fyrir og greiða fyrir viðskiptum milli landanna.

Önnur dæmi um ræðismenn á Íslandi eru Eyþór Arnalds, sem er ræðismaður Botsvana. Almannatengillinn Andrés Jónsson er ræðismaður Indónesíu, fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er aðalræðismaður Sviss, Erna Gísladóttir, forstjóri BL, er ræðismaður Suður-Kóreu, Inga LInd Karlsdóttir, fjölmiðlakona og eig­andi fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­is­ins Skot, er ræðismaður Spánn og Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, er ræðismaður Namibíu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund