Lögbirtingablaðið greinir frá sex skipuðum kjörræðismönnum erlendra ríkja.
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrum þingmaður, var skipaður kjörræðismaður Ísrael þann 3. mars.
André Úlfur Visage, hönnuður, var skipaður kjörræðismaður Suður-Afríku í október 2021.
Valur Tino Nardini, einn eigenda veitingastaðarins Ítalíu, var skipaður kjörræðismaður San Marínó í október 2021.
Rósa Björg Jónsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, var skipuð kjörræðismaður Ítalíu í september 2020.
Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, var skipaður kjörræðismaður Georgíu í desember 2020.
Og Sigurður Atli Jónsson, varaformaður Arctic Green Energy og fyrrum forstjóri Kviku, hefur var skipaður kjörræðismaður Kasakstan í apríl 2021.
Að vera kjörræðismaður þykir gjarnan vera mikill heiður, en um ólaunað starf er að ræða. Það eru svo erlendu ríkin sem velja ræðismenn sína hér á landi. Starfið er fjölþætt og felst einkum í að aðstoða ríkisborgara þess lands sem viðkomandi er ræðismaður fyrir og greiða fyrir viðskiptum milli landanna.
Önnur dæmi um ræðismenn á Íslandi eru Eyþór Arnalds, sem er ræðismaður Botsvana. Almannatengillinn Andrés Jónsson er ræðismaður Indónesíu, fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er aðalræðismaður Sviss, Erna Gísladóttir, forstjóri BL, er ræðismaður Suður-Kóreu, Inga LInd Karlsdóttir, fjölmiðlakona og eigandi framleiðslufyrirtækisins Skot, er ræðismaður Spánn og Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ, er ræðismaður Namibíu.