fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Kristrún vill vita í hverja var hringt – „Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn?“

Eyjan
Fimmtudaginn 31. mars 2022 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, furðar sig á því þeim upplýsingum sem fyrir algjöra tilviljun hafi verið birtar undanfarna daga um „litla fjárfesta“ sem hafi fengið að fjárfesta í Íslandsbanka með afslætti. Nú hafi verið birtar upplýsingar um þrjá innherja sem hafi keypt fyrir, 11 milljónir, 27 milljónir og 55 milljónir og spyr Kristrún hver tilgangurinn hafi verið með að fá þessa aðila inn.

Telur hún nauðsynlegt að stjórnvöld birti upplýsingarnar um hverjum hafi í raun boðist að kaupa á afsláttarverðinu og hverjir hafi fengið að „fljóta með og hvers vegna.“

Hún ritar um þetta í pistli sem birtist hjá Vísi.

Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn?

Ríkið seldi á dögunum hluta hluta sinna í Íslandsbanka. En ekki var haldið almennt útboð heldur var fagfjárfestum boðið að taka þátt í lokuðu útboði og þeim veittur nokkur afsláttur af gangverði bréfa. Mikil umframeftirspurn var við söluna og hafa margir gagnrýnt að ríkið hafi selt fyrir lægra verð en markaðsvirði.

Í tilkynningu Kauphallarinnar um söluna kom fram að minnst þrír innherjar tengdir stjórn og yfirstjórn Íslandsbanka hafi tekið þátt í lokaða útboðinu. Kristrún skrifar:

„Það er fyrir algjöra tilviljun að við vitum að litlir fjárfestar fengu að fjárfesta með afslætti í Íslandsbanka um daginn. Upplýsingar bárust um þrjá innherja. Einn aðili keypti fyrir 55 milljónir króna. Annar fyrir 27 milljónir króna. Og sá þriðji fyrir 11 milljónir króna.

Hver var tilgangurinn með því að fá þessa aðila inn? Eru þeir að taka á sig umtalsverða markaðsáhættu með því að kaupa fyrir 11 milljónir króna? Eru þetta langtímafjárfestar? Þetta eru allt aðilar sem hefðu hæglega geta keypt umrædd bréf á eftirmarkaði, án afsláttar, eins og allir aðrir.“

Vekur upp stærstu spurningarnar

Bendir Kristrún á að tilgangurinn með tilboðsfyrirkomulaginu hafi ekki verið að leyfa nokkrum fagfjárfestum að fjárfesta fyrir sitt persónulega bókhald á afslætti.

„Svona upphæðir – litlar upphæðir sem vekja minni athygli – vekja einmitt upp stærstu spurningarnar. Hvernig voru þessir aðilar valdir? Hversu stór hluti Íslandsbanka í þessari umferð var seldur undir markaðsverði til aðila sem þurftu alls ekki svona afslátt? Til aðila sem eru ekki stórir langtímafjárfestar – heldur mögulega bara á réttum hringilista hjá verðbréfamiðlara? Þessar upplýsingar þurfa að koma fram.“

Kristrún rekur að almenningur hafi ekki verið veittur kostur á að kaupa með þeim rökum að nóg af slíkum fjárfestum hefðu tekið þátt í síðasta útboði, nú væri komið að hæfum fjárfestum, stórum sem væru tilbúnir að styðja við rekstur bankans til lengri tíma og taka á sig þá markaðsáhættu sem því fylgdi. Fjármálaráðherra hafi vísað til þess að öllu máli skiptu hverjir það væru sem keyptu.

Afslátturinn ekki meitlaður í stein

Kristrún segir að tilboðsfyrirkomulagið sé þekkt aðferð við sölu á stórum hlutum. Þó þurfi að hafa í huga að afslátturinn sé ekki meitlaður í stein heldur taki mið af áhuga. Síðan þurfi að horfa til þess að verið sé að selja almenningseign og því skipti máli að almenningur fái útskýringu á verðinu og útskýringu á því hvers vegna þeir sem keyptu hafi fengið að kaupa.

„Vandinn er sá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tileinkað sér ákveðinn pólitískan stíl í frásögn af þessu máli – eins og mörgu öðru. Svokölluð „stjórnmál óumflýjanleika“ stunduð. Stjórnmál sem segja þá sögu að við séum alltaf á réttri leið. Þó að vandamál komi upp þá séu þau óumflýjanleg og hliðaráhrif þess hlutlausa kerfis sem stjórnvöld þó móta.“

Telur Kristrún ljóst að ef fjármálaráðherra hefði greint frá því á Alþingi að markmiðið með sölunni væri að fá inn „hóp af tilfallandi smáum fjárfestum til að leggja inn 10-50 milljónir í bankann – og veita þeim afslátt af upphæð sem þeir gátu allt eins keypt á eftirmarkaði – þá hefði verið gerð athugasemd við það. Enda alls ekki uppleggið.“

„Markmiðin með sölunni, á slíku tilboðsverði, virðast nú óljósari en fyrir söluna. Til hvers var vonast til að selja og hvernig fóru tilboðin fram? Það þarf að birta upplýsingar um hverjum bauðst að kaupa á þessu verði, hverjir fengu að fljóta með og hvers vegna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund