fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Vilhjálmur sendir Ásgeiri tóninn – „Grátbrosleg hræsni“

Eyjan
Miðvikudaginn 30. mars 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun að hagvaxtaraukinn, kjarasamningsbundin launahækkun sem koma á til framkvæmda 1. maí, kæmi sér ekki vel við núverandi aðstæður ofan í verðbólguna sem þjóðin glímir nú við.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir það grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra landsins setja út á rétt rúmlega 10 þúsund króna taxtahækkun. Honum væri nær að gagnrýna aðra þætti sem Vilhjálmur telur upp í grein sem hann birti hjá Vísi í dag.

„Að hugsa sér þessi ummæli frá seðlabankastjóra um að hagvaxtaraukinn, sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðamót, skuli ekki koma sér vel!

En í Lífskjarasamningnum var samið um svokallaðan hagvaxtarauka og nú liggur fyrir að hagvöxtur pr. mann hækkaði fyrir árið 2021 um 2,53% milli ára. Þessi hækkun á hagvexti tryggir hækkun samkvæmt lífskjarasamningnum á mánaðarlaunataxta um 10.500 kr. og hækkun á almenn laun um 7.875 kr. á mánuði skv. áðurnefndum samningi.“

Vilhjálmur bendir á að Ásgeir gagnrýni þessa launahækkun en segi ekkert um gífurlegar hækkanir á mánaðarlaunum forstjóra.

„Það er svo grátbroslegt að sjá seðlabankastjóra agnúast yfir 10.500 kr. launahækkun hjá lágtekjufólki en segja nánast ekkert yfir stjarnfræðilegum hækkunum á mánaðarlaunum hjá hinum ýmsu forstjórum.“ 

Vísar Vilhjálmur til þess að mánaðarlauns forstjóra þeirra 20 félaga, sem skráð voru á aðalmarkað Kauphallarinnar í fyrra, hafi hækkað að meðaltali um 444 þúsund krónur á síðasta ári, og hafi meðallaun forstjóranna verið rúmar 5,6 milljónir á mánuði.

„Hvernig á verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði að takast á við verðlagshækkanir á öllum sviðum og sem dæmi þá hefur aðili á leigumarkaði sem leigir á 250 þúsund á mánuði þurft að þola 16.750 króna hækkun á leigu vegna hækkunar á vísitölunni.

Ég tel að seðlabankastjóri eigi að byrja á því að gagnrýna af krafti þær gríðarlegu launahækkanir hjá efri lögum samfélagsins áður en hann gagnrýnir örlitlar launahækkanir sem verkafólk er að fá sem hrökkva skammt upp í allar þær kostnaðarhækkanir sem dynja á almenningi um þessar mundir.“

Eins telur Vilhjálmur rétt að Ásgeir beini sjónum sínum að þeim miklu arðgreiðslum sem um þessar mundir er verið að greiða út til eigenda og fjárfesta fyrirtækja.

„Einnig væri ráðlegt að gagnrýna þær gríðarlegu arðgreiðslur sem nú eiga sér stað til eigenda og fjárfesta fyrirtækja en áætlað er að þær muni nema 200 milljörðum í ár.

Elsku Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, byrjaðu að gagnrýna þessa þætti áður en þú finnur að 10.500 kr. hækkun til handa launafólki. Meðan þú ekki gerir það er ekki hægt annað en að segja að öll þín gagnrýni á hagvaxtaraukann sé grátbrosleg hræsni!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni