fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Lilja minnir á mikilvægi NATÓ-aðildar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. mars 2022 09:00

Lilja Alfreðsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. mars 1949 var ákveðið að Ísland gerðist stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu, NATÓ. Þar með varð Ísland eitt af tólf stofnríkjum bandalagsins. Þetta var framsýnt skref sem íslensk stjórnvöld stigur með þessari ákvörðun að mati Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins.

Þetta kemur fram í grein sem Lilja skrifar í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni „30. mars 1949“. „Hver sá sem hefur yfirráð yfir Íslandi heldur á byssu miðaðri á England, Ameríku og Kanada,“ sagði Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er hann kjarnaði orð eins hershöfðingja sinna um hernaðarlegt mikilvægi Íslands í seinni heimsstyrjöldinni. Allar götur síðan hefur landfræðileg lega Íslands skipað grundvallarsess í varnarmálum vestrænna ríkja. Tryggt frelsi og öryggi hefur um árabil verið grundvallarþáttur í velferð okkar,“ segir Lilja í inngangi greinarinnar.

Hún víkur síðan að varnarleysi landsins á þessum tíma og að talið hafi verið að það myndi ógna öryggi landsins sem og friðsamra nágrannaríkja. Fór NATÓ því fram á það að Ísland og Bandaríkin gerðu með varnarsamning og var það gert 1951.

„Staðfesta stjórnvalda þess tíma tryggði aðstöðu hér á landi til að sinna vörnum og varðveita þannig frið og öryggi á svæðinu. Í ljósi þess friðsama veruleika sem við á Íslandi höfum búið við undanfarin ár hefur umræða um varnarmál verið í lágmarki. Það má segja að á einni nóttu hafi veruleiki Evrópuþjóða breyst með óverjanlegri innrás Rússa í Úkraínu. Stríðið sem þar geisar er köld áminning um að sú samfélagsgerð sem við búum við hér á vesturhveli jarðar er ekki sjálfsögð. Lýðræðið, frelsið og mannréttindin eru ekki sjálfgefin. Það er nauðsynlegt að standa vörð um þessi gildi og verja þau gegn ábyrgðarleysi og þeim sem kæra sig lítt um þau,“ segir Lilja.

Hún segir síðan að frá stofnun Atlantshafsbandalagsins hafi starfsemi þess og þátttaka Íslands breyst mikið. Það endurspegli síbreytilegan veruleika sem þurfi að laga sig að hverju sinni, „hvort sem um er að ræða kaldastríðs-, hryðjuverka-, netöryggis- eða Rússlandsógnir“, segir hún.

„Reglulega gerast atburðir sem undirstrika mikilvægi þess að huga vel að varnarmálum. Þá vakt þurfum við ávallt að standa og taka virkan þátt með vinaþjóðum okkar í að standa vörð um þá samfélagsgerð sem við þekkjum. Þrátt fyrir að Ísland sé lítið skiptir framlag okkar miklu máli í þessu samhengi – rétt eins og Winston Churchill benti réttilega á hér á árum áður,“ lýkur hún máli sínu á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni