fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

„Ekkert sem bendir til þess að fæðuöryggi landsmanna verði raskað“

Eyjan
Mánudaginn 28. mars 2022 17:56

Svandís Svavarsdóttir,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að ekkert bendi til þess að fæðuöryggi Íslendinga verði ógnað í nánustu framtíð. Hins vegar muni stríðið í Úkraínu hafa áhrif á framleiðslukeðjur og eftir því sem það dregst á langinn aukast líkurnar á skorti.

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokkinn, spurði matvælaráðherra út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Benti Ingibjörg á að stríðið í Úkraínu ógnaði fæðuöryggi víða og að það væri mikið áhyggjuefni og vísaði í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi frá árinu 2021 þar sem segir að stríð eru sennilega sú tegund hamfara sem líklegast er að geti á skjótan hátt stöðvað innflutning.

Ingibjörg Isaksen

Ástandið breytist ört

Í sömu skýrslu er farið yfir hverjar afleiðingar fóðurskortur hefur í för með sér hér á landi.

„Ef allt fer á versta veg vofir yfir framleiðslustöðvun í eggja-, alífugla- og svínarækt ásamt því að draga þarf verulega úr framleiðslu í mjólkuriðnaði, nautgripa og sauðfjárrækt. Staðan er er því grafalvarleg. Uppistaðan í dýrafóðri er korn,  Því vil ég spyrja hæstvirtan matvælaráðherra, er til staðar viðbragðsáætlun til að bregðast við ástandinu sem nú vofir yfir? Og hvernig getum við tryggt aðgengi að lykilaðföngum til innlendrar framleiðslu næsta árið?“ spurði Ingibjörg.

Matvælaráðherra svaraði fyrirspurn Ingibjargar á þá leið að ófriðartímar minntu okkur rækilega á að þá væru innviðir samfélaga skyndilega ekki eins öryggir og á að venjast.

Svandís sagði að þó væri mikilvægt að setja nokkra þætti í samhengi. Úkraínumenn hafi sett útflutningstakarmarnir á sólblómaolíu, maís, hveiti og bygg sem hafi haft víðtæk áhrif enda Úkraínumenn stórir framleiðendur á þessum afurðum. Hins vegar hafi Úkraínumenn aflétt takmörkunum af sólblómaolíu og maís í síðustu viku því að þeir meta það þannig að birgðastaðan sé þannig að fæðuöryggi þeirra sér tryggt.

Ástandið breytist því skjótt og þrátt fyrir stríðið séu bændur að sá korni og sólblómafræjum í Úkraínu. Þó geri stjórnvöld ráð fyrir 30-50% samdrætti geti orðið á því landssvæði sem næst að sá í. Þrátt fyrir óvissuna vildi ráðherra árétta að ekki væri ástæða til að örvænta enn.

Ekkert sem bendir til skorts á þessu ári

„Það er ekkert sem bendir til þess að fæðuöryggi landsmanna verði raskað en það mun koma upp hiksti í framleiðslukeðjunni víða og auðvitað meiri líkur á slíku eftir því sem ófriðurinn dregst á langinn,“ sagði Svandís.

Ingibjörg kom þá aftur í pontu og spurði aftur um viðbragðsáætlunina og hvort að einhverjar aðgerðir væru á teikniborðinu til að auka og styðja við innlenda kornframleiðslu.

Svandís svaraði því ekki beint – sagðist hafa hvatt bændur til þess að hefja byggrækt og að það væri meðal annars hluti af verkefnum þjóðaröryggisráðs að huga að matvælabirgðum. Málið væri því í vinnslu og ítrekaði ráðherra að engar ástæður væru til að hafa áhyggjur af fæðuöryggi á Íslandi á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund