fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Ekki næg orka hjá Landsvirkjun fyrir öll verkefni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. mars 2022 09:00

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er von á nýrri orku hjá Landsvirkjun fyrr en eftir fjögur til sex ár. Mikil eftirspurn er eftir orku þessi misserin en ekki er hægt að anna henni allri.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem fjallað er um ársfund Landsvirkjunar sem fór fram í gær. þar sagði Hörður Arnarson, forstjóri, að mikil eftirspurn sé eftir orku en fjögur til sex ár líði þar til orka berst frá nýjum virkjunum.

Hann sagði frá áherslum fyrirtækisins við sölu á nýrri orku á næstu árum og sagði að ekki verði til næg orka til að mæta þeim öllum, hvað þá öðrum. Hann sagði að fljótlega eigi að vera hægt að komast í gang með virkjanir til að geta mætt eftirspurninni. Þetta væru flókin verkefni og mikilvægt sé að ná breiðri sátt um þau. Togstreita á milli loftslagsmála og náttúruverndar væri til staðar en loftslagsmál væru stærsta náttúruverndarmálið. Hann sagði að finna þurfi jafnvægi þarna á milli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan