fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Ætlar að selja eitt sumarhús VR á afsláttarverði – „Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið“

Eyjan
Fimmtudaginn 24. mars 2022 11:45

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er gífurlega óánægður með framkvæmd sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og hefur meðal annars kallað eftir því að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segi af sér vegna málsins.

Boðinn var út um fjórðungs hlutur ríkisins í bankanum og var umfram eftirspurn gífurlega mikil. Söluverðið var á 117 kr hver hlutur, en á sama tíma var verðið skráð 122 í Kauphöllinni. Afsláttarverðið í ljósi umfram eftirspurnarinnar hefur valdið mikilli óánægju, sérstaklega þar sem að bréfin hækkuðu strax um tvö prósent svo gróði fjárfestanna strax á fyrsta sólarhring orðinn nokkur.

Nú hefur Ragnar Þór birt ádeilu á málið á Facebook þar sem hann spyr hvort honum yrði stætt að vera enn formaður VR ef hann hefði gert það sama og fjármálaráðherra.

„Ég tek ákvörðun um að selja eitt sumarhús í eigu VR á 35 milljónir. Gangverð eða ásett verð nákvæmlega eins sumarhúsa, í sama hverfi, er um 40 milljónir. Ég set hann í sölu eftir miðnætti í kvöld og verð búinn að ganga frá sölunni í fyrramálið, áður en félagsmenn vakna.

Aðeins þröngur hópur fólks, sem ég þekki vel, fær að bjóða í húsið.

Það koma fullt af tilboðum og mörg þeirra langt yfir 40 milljónir. Ég tek samt ákvörðun um að selja bara á 35 milljónir.“

Ragnar fer beinir svo ádeilunni á þann rökstuðning sem hefur verið gerður fyrir sölunni. Að um einfalda og áreiðanlega leið hafi verið að ræða til að selja stóran eignarhlut í skráðu félagi án þess að hafa of mikil áhrif á markaðsverð. Þetta sé þekkt aðferð og notuð út um allan heim. Ragnar skrifar:

„Ég réttlæti bara vitleysuna og spillinguna með því að benda á aðra verri, því nóg er af taka í þeim samanburði. Ég kalla þetta bara afslátt og það frekar lítinn afslátt því ég seldi nákvæmlega eins hús á 25 milljónir fyrir 10 mánuðum síðan og komst ekki bara upp með það heldur fékk ég verðlaun fyrir þau viðskipti.

Ég leyfi svo lífeyrissjóði að kaupa eitt eða tvö herbergi svo það líti út fyrir að félagsmenn sjálfir séu að græða. Ef einhver spyr mig svo út í afsláttinn þá segi ég bara að ég vildi kaupanda sem ætlaði að búa lengi í húsinu. Eins og ég gerði þegar ég seldi hitt húsið á 25 millur, þó þeir hafi nú selt og flutt út eftir 3 daga þá eru félagsmenn okkar svo fljótir að gleyma.“

Ragnar segir að nú sé þetta ímyndaða sumarhús. metið á 44 milljónir og allir sáttir. Svo spyr hann:

„Ef þetta væri satt væri mér þá stætt á að sitja áfram sem formaður VR?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund