fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Magnús Þór Ásmundsson ráðinn forstjóri RARIK

Eyjan
Fimmtudaginn 24. mars 2022 10:21

Magnús Þór Ásmundsson Mynd/ Hreinn Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þór Ásmundsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu frá 1. maí næstkomandi.

Magnús lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og meistaraprófi frá Danmarks Tekniske Universitet 1990. Magnús hefur víðtæka reynslu af stjórnunarstörfum. Hann var framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel til 2009. Hann var framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli frá 2009 og síðan forstjóri fyrirtækisins frá 2012 til 2019. Árið 2020 tók Magnús við starfi forstjóra Faxaflóahafna sf. Magnús hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs og í stjórnum Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Hann hefur jafnframt setið í stjórn Landsnets ehf. frá árinu 2020. Hann er einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Vök baths á Egilsstöðum og situr í stjórn fyrirtækisins.

Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður RARIK ohf. segir stjórn hafa verið einróma um ráðningu Magnúsar og býður hann velkominn til starfa. Tryggvi Þór Haraldsson sem leitt hefur fyrirtækið farsællega síðan 2003 lætur af störfum sem forstjóri frá 1. maí en mun verða Magnúsi innan handar um sinn. Framundan eru spennandi tímar hjá RARIK, áskorun verður að fylgja eftir markmiðum um orkuskipti og loftslagsmál. Jafnframt er mikilvægt að tryggja áframhaldandi framfarir og uppbyggingu á tímum mikilla breytinga og tækniframfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni