fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Þorvarður blæs á fullyrðingar um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar – „Vís­vit­andi ósann­indi“ eða „mjög yfir­grips­mikil van­þekk­ing“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 23. mars 2022 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvarður Hjaltason, fyrrverandi formaður Sam­taka sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga, segir í pistli á Kjarnanum að fullyrðingar um laka fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar séu úr lausu lofti gripnar. „Fjár­mál ber oft á góma í umræð­unni um mál­efni borg­ar­inn­ar. Oftar en ekki er því haldið fram allt sé þar í kalda­koli, skuld­irnar geig­væn­legar og fari sífellt hækk­andi,“ segir Þorvarður í upphafi pistilsins.

Þorvarður bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að undanförnu verið helst í því að tala um það hversu illa farið er með peningana í borginni. Hann nefnir til að mynda Eyþór Laxdal Arnalds, oddvita flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, sem einn af þeim sem fullyrða að borgin sé illa rekin og að skuldir séu alltof miklar. Miðflokkurinn á sinn fulltrúa í þessari umræðu líka þar sem Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, hefur fetað svipaðar slóðir og Eyþór á kjörtímabilinu.

Þá vitnar hann í orð sem Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, sem sóttist eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í borginni í komandi kosningum en hafnaði í öðru sæti, lét falla í Pallborðinu á Vísi fyrir kosningar. „Það er einfaldlega þannig að borgin er að reka sig á Vísa-kortinu eins og sagt er,“ sagði Ragnhildur í þættinum.

„Vís­vit­andi ósann­indi“ eða „mjög yfir­grips­mikil van­þekk­ing“

Þorvarður ákvað að kanna réttmæti þessara staðhæfinga sem minnihlutinn í borginni hefur farið með að undanförnu. „Í því skyni er ein­fald­ast að afla sér upp­lýs­inga á vef Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga en þar er að finna ítar­leg töl­fræði­gögn um fjár­mál sveitar­fé­lag­anna,“ segir hann.

Í pistlinum fer Þorvarður yfir fjölda af gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en í þeim má sjá að fjárhagsstaða Reykjavíkur er ef til vill ekki jafn slæm og Sjálfstæðismenn hafa haldið fram að undanförnu – sérstaklega ekki þegar litið er á stöðuna í hinum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Eitt línuritið sem Þorvarður notar máli sínu til stuðnings sýnir skuldahlutfall Reykjavíkur, það er hlutfall milli skulda og heildartekna ársins, miðað við hlutfallið hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. „Þar er miðað við að hlut­fallið fari ekki yfir 150%. Sveit­ar­fé­lagið má með öðrum orðum ekki skulda meira en 50% hærri upp­hæð en sem nemur heild­ar­tekjum árs­ins,“ segir Þorvarður.

„Á þessu línu­riti sést að skulda­hlut­fall Reykja­vík­ur­borgar er lægst eða 96% og langt undir þeim við­miðum sem sett hafa verið en hæst hjá Hafn­ar­fjarð­arbæ 160%,“ segir hann svo en línuritið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan.

Skjáskot úr pistlinum

Þorvarður fer einnig yfir skuldir á hvern íbúa og veltu­fjár­hlut­fall um ára­mótin 2020/2021. Á þeim línuritum kemur einnig Reykjavík best út.

„Af því sem á undan er rakið er ljóst að full­yrð­ingar um laka fjár­hags­stöðu Reykja­vík­ur­borgar og hvað þá að í eitt­hvað óefni stefni eru algjör­lega úr lausu lofti gripn­ar. Staðan er í raun þver­öf­ug, borgin stendur best fjár­hags­lega allra sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæð­inu á nán­ast öllum mæli­kvörð­um. Til við­bótar má nefna að borgin sinnir mik­il­vægum mála­flokkum eins og velferð­ar­þjón­ustu mun betur en hin sveit­ar­fé­lögin og eyðir þar af leið­andi hlut­falls­lega mun meiri fjár­munum í því skyni.“

Þorvarður segir að lokum að óneitanlega vakni upp sú spurning hvers vegna því er haldið fram að borgin sé að standa sig mjög illa. „Annað hvort er um vís­vit­andi ósann­indi að ræða (í anda þess­ara ummæla Nixons fyrrum for­seta USA um póli­tíska and­stæð­inga sína: „let the bast­ards deny it“) eða þá að um mjög yfir­grips­mikla van­þekk­ingu sé að ræða. Hvor­ugt er gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar