fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Kristrún Frostadóttir: „Þvílík hræsni“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 22. mars 2022 17:30

Kristrún Frostadóttir - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hádeginu í dag vakti Alþýðusambandið athygli á nýjum tölum frá Hagstofunni en í þeim kemur meðal annars fram að stjórnvöld hafa á undanförnum árum gripið til ráðstafana sem hafa fært beinan húsnæðisstuðning til þeirra tekjuhæstu á Íslandi.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði þessar nýju tölur að umræðuefni sínu í ræðustól Alþingis í dag. „Niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir hún um þær í ræðunni.

„Ríkisstjórnin hefur markvisst fært fjármuni úr vaxtabótakerfinu yfir í úrræði sem gerir fólki kleift að nýta séreignarsparnað sinn skattfrjálst til að greiða inn á húsnæðislán. Þetta hljómar mjög saklaust en þetta er veruleg stefnubreyting í okkar velferðarsamfélagi því að langstærsti hluti þessa skattafsláttar, rúmlega 30 milljarðar kr. frá árinu 2015, nýtist tekjuhæstu 30% landsmanna. Helmingur af úrræðinu rennur til tekjuhæstu 10% í landinu.“

video
play-sharp-fill

Kristrún vekur þá athygli á því að stjórnarliðar hafi oft haldið ræður á Alþingi sem fjalla um mikilvægi þess að forgangsraða fjármunum landsins. „Þvílík hræsni,“ segir hún svo.

„Vaxtabótum sem nýttust tekjulágu fólki og ungu fólki var skipt út fyrir 30 milljarða kr. skattafslátt til einstaklinga í efri hluta tekjustigans, 30 milljarðar sem aðallega fara til fólks yfir fertugu þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé meðal ungs fólks og tekjulágs fólks. Snilldin við þetta úrræði er að þetta eru 30 milljarðar sem ríkisstjórnin þarf ekki að bera ábyrgð á því að þetta eru framtíðarskatttekjur.“

Þá spyr hún á hverjum þetta 30 milljarða króna tekjutap muni bitna á í framtíðinni og svarar því svo sjálf. „Jú, unga fólkinu sem hæstvirtur fjármálaráðherra er alltaf að tala um að treysti á svokallað útgjaldaaðhald ríkissjóðs vegna framtíðarskulda, sama unga fólkinu og þurfti að skuldsetja sig margfalt fyrir fyrstu eign vegna markvissrar stefnu ríkisstjórnarinnar undanfarinn áratug, að beina fjármagni frá þeim sem virkilega þurfa í almenn úrræði á húsnæðismarkaði sem pumpa upp húsnæðisverð. Samfélag jafnra tækifæra er að renna okkur úr greipum vegna þessa stjórnarfars.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Hide picture