fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Ljósleiðarinn hagnaðist um 273 milljónir króna á síðasta ári

Eyjan
Miðvikudaginn 16. mars 2022 09:27

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósleiðarinn, sem hefur lagt ljósleiðara til fleiri en 110 þúsund íslenskra heimila og fyrirtækja, var rekinn með 273 milljóna króna hagnaði árið 2021. „Græn fjármögnun fyrirtækisins, sem hófst á árinu 2021, skapar því nýjan og traustan grundvöll til vaxtar í gerbreyttu umhverfi“, segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Ársreikningur Ljósleiðarans ehf., var samþykktur af stjórn 25. febrúar síðastliðinn. Rekstrartekjur voru 3,4 milljarðar króna og jukust um 9,1% frá árinu 2020. Tekjuvöxturinn frá 2018 nemur 28% en á þessum tíma hefur fjarskiptanet Ljósleiðarans vaxið hratt og sífellt fleiri njóta nú þess gæðasambands sem Ljósleiðarinn býður upp á.

Ljósleiðarinn sífellt víðar

Eftir að ljósleiðaratengingu heimila á höfuðborgarsvæðinu lauk, árið 2018, hefur vöxtur Ljósleiðarans einkum verið tvíþættur; annars vegar eru ný sveitarfélög að bætast við og hins vegar er áhersla lögð á að bjóða fyrirtækjum í þeim sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn þjónar nú þegar öflugar fjarskiptatengingar.

Á árinu 2021 var unnið að tengingu heimila í Reykjanesbæ, fyrirtækja víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og svo hljóp Ljósleiðarinn til, í samstarfi með öðrum fjarskiptafyrirtækjum, þegar einn helsti fjarskiptastrengur landsins, NATO-strengurinn, skemmdist vegna eldgossins við Fagradalsfjall. Verktakar á vegum Ljósleiðarans lögðu nýjan, öflugri streng í stað þess eldri og var samband fært yfir á hann án truflana á fjarskiptum.

Allt annað umhverfi

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að á árinu 2021 hafi orðið einhverjar mestu breytingar á íslenskum fjarskiptamarkaði um áratugaskeið. „Það er kominn gríðarlegur kraftur í markaðinn og því mikilvægt að nýta þennan kraft til að ljúka því markmiði sem stjórnvöld hafa sett um að klára ljósleiðaravæðingu landsins og tryggja þannig að landsmenn allir hafi val um samkeppni á öruggum háhraðatengingum til að tryggja nútíma lífsgæði og samkeppnishæfni.,“ segir Erling Freyr.

Hann segir Ljósleiðarann halda sínu striki við frekari uppbyggingu. „Það eru ennþá um 20.000 heimili í landinu sem ekki hafa kost á ljósleiðara,“ segir Erling Freyr. „Við munum halda ótrauð áfram að veita þessum umhverfisvænu lífsgæðum víðar um landið,“ bætir hann við.

Nýjar leiðir í fjármögnun

Á árinu 2021 hóf Ljósleiðarinn útgáfu grænna skuldabréfa, sem skráð verða á markað á næstunni. Erling segir þetta hafa verið heilladrjúgt skref fyrir fyrirtækið. „Við erum að lækka fjármagnskostnaðinn talsvert, sem skiptir miklu máli nú þegar við þurfum að taka stórt skref í uppbyggingu okkar ljósleiðarakerfis. Til þess að geta tekið fullan þátt á þessum samkeppnismarkaði sem nú hefur tekið talsverðum breytingum, þurfum við nýjan streng um landið. Ég hef kallað það nýjan landshring, enda Nato-þráðurinn kominn til ára sinna,“ segir Erling Freyr. „Ég held að framtíðarsýn flestra á fjarskiptin í landinu sé svipuð,“ bætir hann við. „Öflugar tengingar sem í senn tryggja þjóðaröryggi landsins, aukið fjarskiptaöryggi þar sem öll njóta ljósleiðara og tryggja neytendum öryggi um að heiðarleg samkeppni muni ríkja á fjarskiptamarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni