fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

RVK Studios kaupir skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi

Eyjan
Þriðjudaginn 15. mars 2022 15:34

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Baltasar Kormákur undirrita kaupsamning á skemmu í Gufunesi. Mynd / Róbert Reynisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Baltasar Kormákur Baltasarsson, kvikmyndaleikstjóri og eigandi RVK Studios, undirrituðu í dag samning um kaup RVK Studios á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21. Kaupverðið er 320 milljónir og tíu þúsund krónur samkvæmt fréttatilkynningu frá borginnu.

Borgarráð samþykkti þann 15. apríl 2021 að hefja söluferli vegna Gufunesvegar 21. Um sölusamkeppni var að ræða þar sem blanda af hugmynd, þekkingu og reynslu var metin til viðbótar við boðið kaupverð. Kvikmyndafyrirtækið True North og RVK Studios buðu í skemmuna. Þann 30. september það sama ár veitti borgarráð eignaskrifstofu Reykjavíkur heimild til að ganga til samnings við RVK Studios um kaup á Gufunesvegi 21.

RVK Studios skuldbindur sig til þess að starfrækja kvikmyndaver og tengda starfsemi og þjónustu í húsnæðinu. Um er að ræða birgðageymslu sem er um 2.846 fermetrar að stærð og hins vegar sekkjunarstöð, sem er skráð 1.460 fermetrar að stærð, samtals 4.306 fermetrar.

Byggingar og umhverfi í Gufunesi. Mynd/ Róbert Reynisson

RVK Studios starfrækir nú þegar kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu í fyrri skemmu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem hentar vel fyrir stærri verkefni. Skemman sem RVK Studios kaupir í dag mun henta vel undir smærri verkefni og fleiri en eina samtímatöku.

Kvikmyndaþorpið í Gufunesi er nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina. Gufunes hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að RVK Studios hófu þar starfsemi en í kjölfarið tóku minni kvikmyndatengd fyrirtæki að koma sér þar fyrir. Hægt og bítandi er Gufunesið því að breytast úr svæði undir grófan iðnað líkt og starfsemi Íslenska gámafélagsins yfir í mest spennandi umbreytingarsvæðið í borginni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir samninginn mikilvægan lið í að gera Reykjavíkurborg að blómstrandi borg kvikmynda og skapandi greina. „Með tvöföldun á aðstöðu RVK Studios í Gufunesi er draumurinn um alþjóðlega samkeppnishæft kvikmyndaþorp að verða að veruleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“