fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Ingibjörg Sólrún: „Ég held að heimurinn verði ekki samur“

Eyjan
Sunnudaginn 13. mars 2022 12:39

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skjáskot/RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi staðgengill sérstaks fulltrúa aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Írak, var gestur Sigríðar Hagalín í Silfrinu á RUV í dag þar sem stríðið í Úkraínu var helsta umræðuefnið.

Sigríður spurði Ingibjörgu hvort við ættum að fara fram á það við Nato að hér yrði föst viðvera herliðs en Ingibjörg sagðist ekki sjá ástæðu til þess nema við væru að horfast í augu við þriðju heimsstyrjöldina.

Sigríður benti á að við stæðum nú frammi fyrir nýjum veruleika, nýju tímabili í mannkynssögunni þar sem átakalínur og áhrifasvæði væru að færast til. „Hvernig heldurðu að heimurinn, þessi stóra geópólitíska mynd, hvernig heldurðu að heimurinn líti út að þessu loknu?“ spurði hún Ingibjörgu sem sagði í raun ekki nokkra leið að svara þessu, en sagði þó: „Ég held að heimurinn verði ekki samur, svo mikið er víst.“ Ingibjörg benti á að allt væri breytt og hún sæi ekki hvernig við ættum að búa til eðilegt samband við Rússland úr þessu. Stríðið hafi ekki aðeins áhrif á Úkraínu heldur fari það líka mjög illa með Rússland. „Það mun enginn treysta Rússum í nánustu framtíð. Þeir geta nánast ekki setið við sama borð og aðrir í viðræðum um stöðu mála,“ sagði hún.

Þá sagði Ingibjörg ýmis teikn á lofti, til að mynda í Kína þar sem forsetinn Xi Jinping sé einráður. Einræðsitilburðir hefðu einnig sést hjá Erdogan, forseta Tyrklands, sem og forseta Ungverjalands, til viðbótar við Pútín í Rússlandi.

„Þeir eru í genakeðjunni með gamla heimsveldið, það eru rússneska keisaradæmið, kínverska miðríkið, það er Ottómanveldið og austurrísk-ungverska keisaradæmið. Þetta er rosalega hættuleg blanda og þarna koma upp gerræðislegir stjórnarhættir í ríkjum sem eiga svona gamla sögu. Við þurfum að vera á varðbergi,“ segir Ingibjörg.

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér á vef RUV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar