fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Mogginn hæðist að Kristrúnu – Segja að húsnæðisvandinn sé innanflokksvandi í Samfylkingunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. mars 2022 10:30

Kristrún Frostadóttir (t.v.) og Lilja Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins leiðar líkur að því að þingmenn Samfylkingarinnar séu að afvegaleiða umræðuna um húsnæðisvandann með stöðugum fyrirspurnum sínum um málið á Alþingi þegar raunveruleg rót vandans liggi innan Samfylkingarinnar:

„Nú líður varla sá dag­ur á Alþingi að þing­menn Sam­fylk­ing­ar renni ekki í pontu og ræði hús­næðismál. Segja má að nokk­urn kjark þurfi til og má þá segja þing­flokki Sam­fylk­ing­ar til hróss að þar fari kjarkað fólk. Nema ef vera kynni að þetta sé liður í kosn­inga­bar­áttu Dags B. Eggerts­son­ar og fé­laga í Reykja­vík vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna. Það skyldi þó ekki vera að þessi ít­rekaða umræða þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafi það að mark­miði að af­vega­leiða umræðuna um hús­næðis­vand­ann?

Í gær þurftu nokkr­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að ræða hús­næðis­vand­ann und­ir liðnum fund­ar­stjórn for­seta þó að tengsl­in á milli fund­ar­stjórn­ar og hús­næðis­vanda séu ekki endi­lega aug­ljós.“

Staksteinar greina síðan frá því að Lilja Alfreðsdóttir, stjórnarþingmaður og menningar- og viðskiptaráðherra, hafi bent á að lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu væri helsta ástæðan fyrir háu húsnæsðisverði. Samfylkingin bæri ábyrgð á lóðaskortinum. Ráðlagði hún Kristrúnu Frostadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, að ræða vandann við borgarstjóra:

„Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, tók einnig til máls, sagðist fagna umræðunni en spurði svo hvað ylli hinni miklu hækk­un á verði hús­næðis. Og hún svaraði því sjálf: „Það er auðvitað þannig að það skort­ir fram­boð á hús­næði. Og hver ætli beri mikla ábyrgð á því að fram­boðsskort­ur er hér á höfuðborg­ar­svæðinu? Ja, það er nú Sam­fylk­ing­in. Ég ætla að leggja það til að hátt­virt­ur þingmaður Kristrún Frosta­dótt­ir boði til fé­lags­fund­ar í Reykja­vík og ræði fram­boðsmá­l­in við borg­ar­stjór­ann í Reykja­vík þann ágæt­is­mann, Dag B. Eggerts­son.“

Hætt er við að langt sé í að Kristrún og aðrir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fundi með fé­lög­um sín­um í borg­ar­stjórn um vand­ann, enda gæti þá orðið erfitt að fela að hann er heima­til­bú­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði: Þórðargleði

Svarthöfði: Þórðargleði
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi

Kosningar: Ekki bara útlendingar sem taka þátt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: EES-réttindi eða tjörukagga Þorgeirs Hávarssonar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur

Marta er ítrekað spurð „Hefur þú ekkert að gera?” – Raunin er önnur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni