fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Fórnfýsi VG er fórnfýsi af hæstu gráðu íslenskra stjórnmála segir Sigmundur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 09:00

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson ritar leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ber yfirskriftina „Fórnfýsi“. Í honum fjallar hann um fórnfýsi Vinstri grænna og segir hana vera af hæstu gráðu íslenskra stjórnmála.

„Það er lýsandi fyrir seinni tíma ómöguleika í íslenskri pólitík að Vinstrihreyfingunni – grænu framboði er nokkurn veginn slétt sama um að fórna helsta stefnumáli sínu í skiptum fyrir ráðherrastóla. Og það er þá endanlega komið í ljós að andstaða hreyfingarinnar við heri og hernaðarbandalög er ekki meiri en svo að hún skiptir ekki máli þegar á hólminn er komið. Hér er skákað í skjóli opinberrar þjóðaröryggisstefnu – og hún er sögð trompa hugsjónir vinstrimanna í utanríkis- og öryggismálum,“ segir Sigmundur og bætir við að það megi sem sagt skýra það sem svo að ef utanaðkomandi hætta steðjar að landi og þjóð þá eigi stefnumál flokksins að víkja.

„Það er mikil fórnfýsi. Það er fórnfýsi af hæstu gráðu íslenskra stjórnmála,“ segir hann og bætir við að þetta sé ekkert annað en íslensk pólitík, hæfilega laus við grundvallarafstöðu. Einnig sé þetta sennilega dæmi um þann agalausa íslenska hugsunarhátt að geta verið með og á móti án þess að það trufli nokkuð.

„Álengdar standa staffírugir forkólfar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, gömlu helmingaskiptaflokkanna sem fyrr og síðar hafa skipt á milli sín góssinu í landinu – og eiga erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum, enda er foringi þeirra við ríkisstjórnarborðið, hatrammur andstæðingur Nató, orðinn að málpípu þess í raun og sann. Það er fórnfýsi. Það er fordæmalaus fórnfýsi,“ segir hann síðan að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?