fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Leggur til stórauknar eftirlitsheimildir lögreglunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 08:28

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Mynd: Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frumvarpi dómsmálaráðherra, sem nú er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda, mun lögreglan fá stórauknar heimildir til að safna upplýsingum og hafa eftirlit með almenningi og tilteknum einstaklingum til að koma í veg fyrir afbrot.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að markmiðið með þeim heimildum sem frumvarpið kveður á um sé að koma í veg fyrir landráð og brot gegn æðstu stjórn ríkisins sem og skipulagðri brotastarfsemi og til að afstýra annarri ógn gegn almannaöryggi.

Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra, að hann sé að bregðast við ákalli vegna aukinn umsvifa í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. „Heimildir lögreglu eru í dag mjög takmarkaðar, þær miðast við að grunur sé um ákveðið brot. Þannig að þegar upplýsingar koma frá erlendum lögregluyfirvöldum um að hingað sé að koma fólk sem sé undir eftirliti þar, þá eru hendur lögreglunnar hér bundnar. Það sama á við um upplýsingagjöf okkar til erlendra yfirvalda,“ er haft eftir honum.

Nánar er hægt að lesa um málið og tillögur ráðherra á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar