fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Hnakkrifist yfir framtaki Jóns ráðherra sem hýsir úkraínska flóttamenn – „Hefði hann boðið þeim inn ef þau væru múslimar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 19:32

Jón Gunnarsson. Skjáskot Kastljós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt Morgunblaðsins þess efnis að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefði skotið skjólshúsi yfir landflótta mæðgin frá Úkraínu hefur vakið gífurlega athygli.

Ekki aðeins hafa margir landar dáðst að þessu framtaki ráðherrans heldur hafa margir lýst yfir óánægju með umfjöllun um málið sem þeim þykir vera áróðurskennd.

Vefur Hringbrautar tekur saman þessa umræðu. Það kemur fram að Kolbrún spyr á Twitter: „Hefði hann boðið þeim inn ef þau væru múslimar eða með annan húðlit?“

„Var ein­mitt að hugsa hversu skítt það væri að nota þetta stríð og eymdina sem er að skapast til að plögga fyrir næstu kosningar og hylma yfir karlpunga­við­horfið í kyn­ferðis­brota­málum,“ skrifar Sig­rún.

Sóley Tómasdóttir er ekki að skafa utan af því þegar hún skrifar: „Mér er svo misboðið að ég veit ekki hvar ég á að byrja.“

„Ég vona inni­lega að eitt­hvert ykkar hafi opnað heimili sín fyrir flótta­mönnum,“ skrifar Ragna hins vegar.

Mjög lífleg skoðanaskipti eru síðan um málið í ummælakerfinu undir frétt Hringbrautar. Þar segir Ólafur Guðmundsson:

„Hvaða mannvonska er þetta eiginlega. Jón Gunnarsson sýndi ekkert annað en manngæsku og velvilja með því að bjóða þetta fram þar sem hann hafði aðstöðu til þegar eftir var leitað. Sama hefur verið rætt á mínu heimili ef beiðnin og þörfin kemur og ég veit um vini mína í Þýskalandi sem eru ásamt löndum sínum þar að pakka saman fötum, sængurfötum, teppum o.fl. til að senda til landamæra Póllands og Úkraínu. Þeir sem eru að gagnrýna þetta ættu frekar að bjóða og gefa, en að gagnrýna þá sem það gera. Væri ekki ráð að telja upp hvað þeir hinir sömu hafa boðið fram, áður en farið er að hjóla í þá sem hafa lagt sitt að mörkum !!! Sóley Tómasdóttir gæti t.d. byrjað á því svo að hún fái málið aftur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris