Úrslit liggja fyrir í prófkjörum hjá tveimur flokkum í meirihlutanum í Reykjavík en prófkjör voru hjá VG og Viðreisn í dag.
Þórdísa Lóa hlaut afgerandi kosningu í efsta sæti Viðreisnar og Líf Magneudóttir var efst hjá VG. Eru þetta sömu oddvitar og hafa farið fyrir flokkunum á kjörtímabilinu sem er að ljúka.
Í tilkynningu Viðreisnar um prófkjörið segir:
„Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fór fram dagana 4.-5. mars. Var þetta fyrsta prófkjör Viðreisnar og völdu flokksfélagar þar frambjóðendur í 4 efstu sætin á framboðslistanum. Fólk gat valið hvort það kysi rafrænt eða skriflega en mun fleiri völdu fyrri kostinn.
Á kjörskrá voru 1.939 manns og bárust alls 1.182 atkvæði. Kjörsókn var 60,96%. Af þeim voru 4 atkvæði auð en ekkert ógilt.
Niðurstöður efstu fjögurra sæta eru eftirfarandi:
Í fyrsta sæti með 575 atkvæði í 1. sæti: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Í öðru sæti með 799 atkvæði í 1.-2. sæti: Pawel Bartoszek
Í þriðja sæti með 646 atkvæði í 1.-3. sæti: Þórdís Jóna Sigurðardóttir
Í fjórða sæti með 885 atkvæði í 1.-4. sæti: Diljá Ámundadóttir Zoega
Þetta eru úrslit prófkjörs sem hafa verið afhent uppstillingarnefnd sem síðan þarf að stilla upp lista í samræmi við reglur Viðreisnar, þ.m.t. varðandi kynjahlutföll.“
Fréttatilkynning VG er eftirfarandi:
„Valið var í 3 efstu sætin í forvali Vinstri grænna í Reykjavík og er kosning bindandi.
Kjörsókn var: 30%
Atkvæði greiddu: 897
Átta voru í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík:
Andrés Skúlason, verkefnastjóri, í 2. sæti
Bryngeir Arnar Bryngeirsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur og gönguleiðsögumaður, í 2.-3. sæti
Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, í 1. sæti
Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, í 1. sæti
Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir, sjúkraliði, í 2.-3. sæti
Íris Andrésdóttir, grunnskólakennari, í 2.-3. sæti
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, í 1. sæti
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, í 2. sæti“