fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Eyjan

Prófkjörum lokið hjá Viðreisn og VG – Þórdís Lóa og Líf halda oddvitasætunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2022 18:28

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit liggja fyrir í prófkjörum hjá tveimur flokkum í meirihlutanum í Reykjavík en prófkjör voru hjá VG og Viðreisn í dag.

Þórdísa Lóa hlaut afgerandi kosningu í efsta sæti Viðreisnar og Líf Magneudóttir var efst hjá VG. Eru þetta sömu oddvitar og hafa farið fyrir flokkunum á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

Í tilkynningu Viðreisnar um prófkjörið segir:

„Prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 fór fram dagana 4.-5. mars. Var þetta fyrsta prófkjör Viðreisnar og völdu flokksfélagar þar frambjóðendur í 4 efstu sætin á framboðslistanum. Fólk gat valið hvort það kysi rafrænt eða skriflega en mun fleiri völdu fyrri kostinn.

Á kjörskrá voru 1.939 manns og bárust alls 1.182 atkvæði. Kjörsókn var 60,96%. Af þeim voru 4 atkvæði auð en ekkert ógilt.

Niðurstöður efstu fjögurra sæta eru eftirfarandi:

Í fyrsta sæti með 575 atkvæði í 1. sæti: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Í öðru sæti með 799 atkvæði í 1.-2. sæti: Pawel Bartoszek

Í þriðja sæti með 646 atkvæði í 1.-3. sæti: Þórdís Jóna Sigurðardóttir

Í fjórða sæti með 885 atkvæði í 1.-4. sæti: Diljá Ámundadóttir Zoega

Þetta eru úrslit prófkjörs sem hafa verið afhent uppstillingarnefnd sem síðan þarf að stilla upp lista í samræmi við reglur Viðreisnar, þ.m.t. varðandi kynjahlutföll.“

Fréttatilkynning VG er eftirfarandi:

„Valið var í 3 efstu sætin í forvali Vinstri grænna í Reykjavík og er kosning bindandi.

  1. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi,  441 atkvæði í 1. sæti. (49%)
  2. Stefán Pálsson, sagnfræðingur,  458 atkvæði í 1.-2. sæti (51%)
  3. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, 447 atkvæði í 1.-3. sæti (50%)

Kjörsókn var: 30%

Atkvæði greiddu: 897

Átta voru í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík:

Andrés Skúlason, verkefnastjóri, í 2. sæti

Bryngeir Arnar Bryngeirsson, tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðing­ur og göngu­leiðsögumaður, í 2.-3. sæti

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, í 1. sæti

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, í 1. sæti

Elínrós Birta Jóns- og Valborgardóttir, sjúkraliði, í 2.-3. sæti

Íris Andrésdóttir, grunnskólakennari, í 2.-3. sæti

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, í 1. sæti

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, í 2. sæti“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund