Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að flóttamannanefnd hafi verið kölluð saman síðasta föstudag og hafi Guðmundur falið henni að fylgjast náið með stöðu mála og vinna með öðrum Evrópuríkjum og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem og að koma með tillögur að útfærslu á móttöku flóttamannanna.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, sagði nýlega að neyðarástand ríki hjá Útlendingastofnun og að það geti teppt aðstöðuna fyrir Úkraínumönnum. Guðmundur sagði af og frá að þeir flóttamenn sem hér eru standi í vegi fyrir flóttamönnum frá Úkraínu. „Það mun ekki gera það. Bara alls ekki,“ sagði hann.