fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Söguleg tíðindi – Finnar senda vopn til Úkraínu og ræða aðild að NATO á þingi í dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 05:18

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnska þingið kemur saman til fundar í dag til að ræða hvort Finnar eigi að sækja um aðild að NATO. Sanna Marin, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á Twitter í gærkvöldi. Þetta eru söguleg tíðindin því fram að þessu hafa Finnar gætt vel að hlutleysi sínu og tiplað eftir þröngum stíg til að styggja ekki rússneska björninn en Finnland og Rússland deila löngum landamærum en þau eru 1.340 kílómetra löng.

Að auki mun þingið ræða stöðuna í Úkraínu. Samkvæmt könnun sem finnska ríkisútvarpið, YLE, gerði í síðustu viku þá vilja 53% Finna að landið gangi í NATO.

En það eru fleiri sögulegt tíðindi frá Finnlandi því í gær skýrði Sanna Marin fréttamönnum frá því að ákveðið hafi verið að senda vopn og skotfæri til Úkraínu. Um er að ræða 2.500 vélbyssur, 150.000 byssukúlur, 1.500 skriðdrekavopn og 70.000 matarpakka. „Finnland ætlar að aðstoða Úkraínu á hernaðarsviðinu. Þetta er söguleg stund fyrir Finnland,“ sagði Marin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu

Segir Vesturlönd hafa gert mistök í samskiptum sínum við Úkraínu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan

Sr. Davíð Þór Jónsson: Myndi vilja heimsóknir skólabarna í kirkjur fyrir jól og í moskur á ramadan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund

Orðið á götunni: Baktjaldamakk og hræðsla við landsfund