fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Stríðið í Úkraínu – Rússar segjast vilja semja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 04:38

Úkraínskir flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar réðust inn í Úkraínu að morgni 24. febrúar síðan þá hafa harðir bardagar staðið yfir víða um landið. Sókn Rússa hefur ekki gengið sem skyldi því Úkraínumenn hafa veitt harða mótspyrnu og einnig herma fregnir að Rússa eigi í erfiðleikum með birgðaflutninga.

Hart var barist í Kyiv og Kharkiv um helgina og í nótt. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fyrirskipaði í gær þeim viðbragðssveitum rússneska hersins sem hafa kjarnorkuvopn til umráða í aukna viðbragðsstöðu. Flestum fréttaskýrendum ber saman um að með þessu sé hann að reyna að hræða Vesturlönd en telja má að viðbrögð þeirra og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar hafi verið miklu harkalegri og þyngri en hann átti von á.

Hér fyrir neðan verður skýrt frá helstu atburðum næturinnar og morgunsins í Úkraínu og því sem þeim tengist.

Uppfært klukkan 08.56 – Samninganefnd Úkraínu, sem er nú að fara að funda með rússneskri samninganefnd, mun gera kröfu um að vopnahlé taki samstundis gildi og að rússneskar hersveitir verði dregnar til baka frá Úkraínu. Þetta segir embætti Úkraínuforseta að sögn Reuters.

Uppfært klukkan 08.32 – Yfirvöld í Kyiv biðja alla íbúa borgarinnar um að halda sig heima og fara ekki út úr húsi nema brýna nauðsyn beri til. Þau segja að barist sé nánast alls staðar í borginni. Rússneski herinn tilkynnti í morgun að óbreyttir borgarar geti yfirgefið borgina um „örugg hlið“.

Uppfært klukkan 08.20 – Vladimir Medinskij, aðalsamningamaður Rússa, segir að Rússar vilji ná samningum við Úkraínumenn sem komi báðum þjóðum að gagni. Samningaviðræður ríkjanna hefjast í Gomel, nærri úkraínsku landamærunum, klukkan 9 að íslenskum tíma. Þetta eru fyrstu samningaviðræður ríkjanna eftir innrás Rússa í Úkraínu síðasta fimmtudag.

Uppfært klukkan 07.47 – Breska varnarmálaráðuneytið segir að Rússar glími við erfiðleika í birgðaflutningum og mikla mótspyrnu Úkraínumanna og það hafi hamlað sókn þeirra.

Uppfært klukkan 07.11 – Rússneski seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun úr 9,5% í 20%. Þetta er gert til að mæta verðfalli rúblunnar og vaxandi verðbólgu. Um leið var rússneskum fyrirtækjum skipað að selja 80% af gjaldeyriseignum sínum.

Uppfært klukkan 06.50 – Kauphöllin í Moskvu hefur frestað opnun viðskipta í dag um þrjár klukkustundir. Engin viðskipti verða á gjaldeyrismarkaði í dag. The Guardian skýrir frá þessu. Þessi frétt kemur í kjölfar frétta af enn frekara falli rússnesku rúblunnar í kjölfar efnahagsþvingana Vesturlanda gegn Rússlandi.

Uppfært klukkan 06.42 – Meta, sem á Facebook og Instagram, hefur lokað 40 fölskum aðgöngum á samfélagsmiðlunum síðustu 48 klukkustundir en þeir voru notaðir til að dreifa röngum upplýsingum. Meta segir að hópar, sem styðja málstað Rússlands, noti falska aðganga eða brjótist inn á aðganga ákveðinna aðila til að grafa undan Úkraínu. Þar á meðal eru úkraínskir stjórnmálamenn, hermenn og fréttamenn.

Uppfært klukkan 06.11 – Allt til reiðu í Hvíta-Rússlandi fyrir viðræður sendinefnda Rússlands og Úkraínu. Þetta segir Polina Ivanona, blaðamaður hjá Financial Times, í færslu á Twitter.

Uppfært klukkan 05.43 – Úkraínsk stjórnvöld segja að tilraun Rússa til að ná Kyiv á sitt vald í nótt hafi mistekist og hafi Rússar orðið fyrir miklu manntjóni.

Uppfært klukkan 05.41 – Úkraínsk yfirvöld segja að rússneskt stórskotalið hafi látið skotum rigna yfir borgina Tjernihiv, sem er norðaustan við Kyiv, í alla nótt. Einn hefur særst til þessa og leikskóli stendur í ljósum logum. Einnig hafa skot hæft verslun og fimm hæða fjölbýlishús. Um 300.000 manns búa í borginni.

Uppfært klukkan 05.15 – Yfirvöld í Singapúr hafa ákveðið að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum. Singapúr er mikilvæg miðstöð viðskipta og flutninga. Vivian Balakrishnan, utanríkisráðherra, sagði að yfirvöld hafi í hyggju að grípa til svipaðra aðgerða og Vesturlönd hafa gripið til gegn Rússum. Sky News skýrir frá þessu.

Uppfært klukkan 05.05 – Suður-Kórea hefur ákveðið ganga til liðs við Vesturlönd hvað varðar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Yfirvöld hafa því bannað útflutning á mikilvægum tækjabúnaði og öðru til Rússlands. Stjórnvöld styðja einnig aðgerðir Vesturlanda til að útiloka „mikilvæga rússneska banka“ frá SWIFT greiðslukerfinu.

Uppfært klukkan 04.44– Tæplega 6.000 manns hafa verið handteknir í Rússlandi fyrir að mótmæla stríðsrekstrinum í Úkraínu.

Uppfært klukkan 04.40 – Samkvæmt upplýsingum frá úkraínsku herstjórninni hafa 4.500 rússneskir hermenn fallið eða særst síðan innrásin hófst. Rússar hafa misst 150 skriðdreka, rúmlega 700 brynvarin ökutæki, 60 eldsneytistanka, 1 „buk“ eldflaugavarnarkerfi og 26 þyrlur. Tölurnar voru teknar saman klukkan 18 í gær.

Uppfært klukkan 04.21 – Kyiv Independent segir að sprengingar heyrist nú í höfuðborginni og Kharkiv. Loftvarnaflautur hafa verið þeyttar í Kyiv og fólk beðið um að fara í loftvarnabyrgi.

Uppfært klukkan 04.20 – Heimildir herma að Hvíta-Rússland muni blanda sér í stríðið í dag en úkraínska dagblaðið Kyiv Independent segir að margar Ilyushin II-76 flutningavélar hafi verið sendar frá Zhlobinio í Hvíta-Rússlandi klukkan 5 í morgun að staðartíma. Talið er að fallhlífahermenn séu um borð og að stefnan sé á Úkraínu. The Guardian segir að úkraínska ríkisfréttastofan segi að vélarnar séu á leið til Úkraínu.

Uppfært klukkan 04.19 – Alexandre Knauss, ráðgjafi hjá Evrópuþinginu, sagði í nótt að orustuflugvélar frá ESB verði sendar inn í úkraínska lofthelgi í nótt en ESB samþykkti í gærkvöldi að senda orustuflugvélar til Úkraínu en Úkraínumenn höfðu beðið um flugvélar sem úkraínsker flugmenn geta flogið. Hermenn frá ESB munu ekki taka þátt í bardögum, aðeins koma vélunum í hendur Úkraínumanna.

Uppfært klukkan 04.18 – Gengi rússnesku rúblunnar hefur fallið um 40% síðan Vesturlönd tilkynntu um efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Gengi hennar hefur aldrei verið lægra gegn Bandaríkjadal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar