fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Rússar standa einir og vinalausir -Einangrun og niðurlæging á alþjóðasviðinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. febrúar 2022 07:26

Sergey Lavrov og Vladímír Pútín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld í Moskvu standa nú einangruð og vinalaus á alþjóðavettvangi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Þetta er mikið áfall fyrir Rússa sem hafa áratugum saman lagt mikla áherslu á að vera stórveldi á sviði utanríkismála.

Hrap Rússa á vinsældarlistum víða um heim og þverrandi áhrif þeirra á alþjóðavettvangi gerast á svo miklum hraða að í Moskvu sjá menn ekki annað en að þróunin sé mikið áfall. Á örskömmum tíma hafa mikilvæg tengsl og stöður, sem hefur tekið áratugi að byggja upp, hrunið til grunna.

Má þar nefna Þýskaland en samkomulag Þjóðverja og Rússa hefur verið gott síðustu áratugina og hafa Rússar í raun átt hauk í horni þar sem Þýskaland er. Þjóðverjar hafa átt í miklum viðskiptum við þá og hafa sýnt Rússum og umsvifum þeirra og aðgerðum skilning. Meira að segja eftir að Rússar hertóku Krím 2014 sneru Þjóðverjar ekki baki við þeim. Þýskir stjórnmálamenn, undir forystu Angela Merkel, heimiluðu til dæmis að gasleiðslan Nord Stream 2 yrði lögð.

En á síðustu dögum hafa Þjóðverjar tekið allt aðra afstöðu til Rússa. Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 verði ekki tekin í notkun. Þjóðverjar studdu refsiaðgerðir gegn rússneskum bönkum og útilokun þeirra frá SWIFT greiðslukerfinu. Í gær tilkynnti Scholz síðan á aukafundi í þýska sambandsþinginu að Þjóðverjar muni auka útgjöld sín til varnarmála og muni framvegis nota rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála. Strax á þessu ári auka þeir framlög til hersins um 100 milljarða evra. Þjóðverjar hafa einnig ákveðið að senda vopn til Úkraínu en það er algjör stefnubreyting hjá þeim.

„Þjóðverjar hafa gefið sérstakt samband sitt við Rússa upp á bátinn, það verður ekkert Nord Stream 2, vopn verða send til Úkraínu, harðar refsiaðgerðir,“ skrifaði Ulrich Speck, þýskur sérfræðingur í utanríkismálum, um ákvarðanir þýsku ríkisstjórnarinnar.

Álíka þróun má sjá í öðrum Evrópuríkjum þar sem Rússar hafa haft mikil áhrif, til dæmis á Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar