Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gærkvöldi. Sjóðurinn á hlutabréf í 47 rússneskum fyrirtækjum auk rússneskra ríkisskuldabréfa. Heildarverðmæti þessara eigna var 25 milljarðar norskra króna í árslok 2021.
Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra, sagði að markmiðið væri að olíusjóðurinn dragi sig algjörlega út af rússneska markaðnum.
Á fundinum var einnig tilkynnt að Norðmenn muni verja allt að tveimur milljörðum norskra króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu.