Hann sagði að upplýsingar breska yfirvalda bendi til að Rússar hafi ekki náð áætluðum markmiðum sínum á fyrsta degi innrásarinnar.
Hann sagði að rúmlega 450 rússneskir hermann hafi fallið fram að þessu.
Hann sagði að það væri mat Breta að Rússar ætli að leggja alla Úkraínu undir sig en að Úkraínumenn hafi veitt meira viðnám en Rússar hafi reiknað með. Hann sagði að sérsveitum rússneska hersins hafi einnig mistekist að halda yfirráðum yfir mikilvægum flugvelli sem þær náðu á sitt vald í gær. Úkraínskum hersveitum tókst að ná flugvellinum aftur á sitt vald í gær og halda enn.