Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu, segir að hann og fjölskylda hans muni ekki yfirgefa Kyiv þrátt fyrir árásir Rússa á borgina. Hann segir að hann Rússar vilji hafa hendur í hári hans. „Rússar vilja eyðileggja Úkraínu út frá pólitísku sjónarmiði með því að losa sig við leiðtoga landsins. Óvinurinn hefur útnefnt mig sem óvin númer eitt og fjölskylda mín er númer tvö,“ sagði hann að sögn The Guardian.
Hér fyrir neðan verða nýjustu fréttir af gangi mála í Úkraínu birtar.
Uppfært klukkan 10.37 – SÞ segja að minnst 25 óbreyttir borgarar hafi fallið í átökunum og 102 særst. Þessar tölur eru þó líklega lægri en raunin er að sögn SÞ.
Uppfært klukkan 10.22 – Flóttamannastofnun SÞ segir að fjórar milljónir Úkraínumanna geti lent á vergangi vegna stríðsins ef ástandið versnar enn frekar.
Uppfært klukkan 10.14 – Rússneskir fjölmiðlar segja að Rússar hafi ekki gert flugskeytaárás á Kyiv. Þeir hafa þetta eftir heimildarmanni í rússneska varnarmálaráðuneytinu.
Uppfært klukkan 10.10 – UNICEF segir að mikill skortur sé á lækningatækjum, lyfjum, eldsneyti og reiðufé í Úkraínu. Samtökin segja að einnig sé aukin þörf fyrir sálfræðiaðstoð við börn.
Uppfært klukkan 10.04 – UEFA hefur ákveðið að færa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá Sankti Pétursborg til Parísar. Leikurinn fer fram í maí. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er árás Rússa á Úkraínu.
Uppfært klukkan 09.30 – Skothríð heyrist í Kyiv og reykur stígur upp frá byggingum í borginni. Loftvarnarflautur voru þeyttar fyrir stundu. Þetta mátti sjá og heyra í beinni útsendingu Sky News.
Uppfært klukkan 09.15 – Roskomnadzor, rússneska stofnunin sem hefur eftirlit með fjölmiðlum og fjarskiptum, hefur bannað öllum rússneskum fjölmiðlum, sem ekki eru í eigu ríkisins, að flytja fréttir sem ekki byggjast á rússneskum heimildum. Danska ríkisútvarpið segir að sektir upp á sem nemur um 8 milljónum íslenskum krónum liggi við fréttaflutningi sem ekki er byggður á opinberum upplýsingum og gögnum.
Uppfært klukkan 09.09 – AP fréttastofan segir að skothvellir heyrist nú nærri stjórnarbyggingum í miðborg Kyiv.
Uppfært klukkan 09.05 – Donald Tusk, fyrrum forseti Leiðtogaráðs ESB, segir að þau ríki sem komu í veg fyrir að Rússar yrðu útilokaðar frá notkun SWIFT greiðslukerfisins hafi orðið sjálfum sér til skammar. Í færslu á Twitter tilgreindi hann sérstaklega Þýskaland, Ítalíu og Ungverjaland.
In this war everything is real: Putin’s madness and cruelty, Ukrainian victims, bombs falling on Kyiv. Only your sanctions are pretended. Those EU government’s, which blocked tough decisions (i.a. Germany, Hungary, Italy) have disgraced themselves.
— Donald Tusk (@donaldtuskEPP) February 25, 2022
Uppfært klukkan 08.55 – Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að rússneskar hersveitir séu komnar inn í Obolon sem er úthverfi í Kyiv. Ráðuneytið hvetur almenning til að leita skjóls eða aðstoða úkraínska herinn með því að ráðast á Rússana með eldsprengjum.
Uppfært klukkan 08.43 – Úkraínsk yfirvöld segja aukna geislun í Tsjernobyl sem Rússar náðu á sitt vald í gær.
Uppfært klukkan 08.42 – Rússar hafa lokið lofthelgi sinni fyrir breskum flugvélum. Þetta er svar þeirra við banni breskra stjórnvalda á flugi rússneskra flugfélaga til Bretlands.
Uppfært klukkan 08.10 – Úkraínski herinn segist berjast gegn rússneskum hersveitum rétt norðan við höfuðborgina Kyiv.
Uppfært klukkan 08.01 – Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, gagnrýnir refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi og segir að refsiaðgerðir ESB gegn Rússlandi hafi aldrei verið áhrifarík leið til að leysa vandamál. Þær muni þvert á móti geta valdið ESB-ríkjunum alvarlegum vanda. Hann sagði einnig að þau ríki sem muni sjá að orðspor þeirra skaðist, séu ríki sem blandi sér í innanríkismál annarra ríkja.
Uppfært klukkan 07.49 – Úkraínska varnarmálaráðuneytið sendi í morgun frá sér aðvörun til úkraínskra hermanna og almennings um að rússneskir hermenn noti úkraínskan einkennisfatnað og ökutæki úkraínska hersins til að komast í gegnum varnarlínur Úkraínumanna.
УВАГА❗❗❗ Інформація потребує широкого розповсюдження.
Противник використовує нашу техніку!
Диверсійно-розвідувальні групи збройних сил РФ використовують автомобільну техніку, захоплену у НГУ, для глибокого проникнення у тил 🇺🇦 позицій.
Докладніше:https://t.co/36oW7EaoC5 pic.twitter.com/w0EDHcjJLt— ЗС УКРАЇНИ (@ArmedForcesUkr) February 25, 2022
Uppfært klukkan 07.47 – Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, sagði í færslu á Twitter í gær að árás Rússa á Úkraínu sé brot „á alþjóðalögum og grundvallaratriðum mannlegs velsæmis“. Hann sagði að afleiðingarnar muni ná langt út fyrir Úkraínu.
Last night, Russia launched a brazen attack on the people of Ukraine, in violation of international law and basic principles of human decency. Here’s my statement on what it means, and what should happen next. pic.twitter.com/Wa0C8XGwvK
— Barack Obama (@BarackObama) February 24, 2022
Uppfært klukkan 07.25 – Anton Herashchenko, aðalráðgjafi úkraínska innanríkisráðherrans, segir að nú undirbúi Úkraínumenn sig undir árás á Kyiv síðar í dag. Varnarmálaráðherra landsins tók í sama streng. The Guardian skýrir frá þessu.
Uppfært klukkan 07.20 – Zelenskij, forseti Úkraínu, bað í dag þau ríki í Austur-Evrópu sem eru aðilar að NATO um að koma Úkraínu til hjálpar við varnir landsins gegn innrásarher Rússa.
Uppfært klukkan 06.55 – Rússneskar hersveitir hafa náð bænum Vorzel á sitt vald að mestu leyti að sögn fréttamanns Norska ríkisútvarpsins í Kyiv. Þetta hefur ekki verið staðfest opinberlega. Vorzel er um 10 km norðvestan við borgarmörk Kyiv.
Uppfært klukkan 06.45 – Bandaríkin hafa ákveðið að beita rússneska bankann Sberbank refsiaðgerðum en rússneska ríkið á meirihluta í honum. Refsiaðgerðirnar þýða meðal annars að bandarískar fjármálastofnanir verða að slíta öllu samstarfi við bankann innan 30 daga og loka öllum reikningum sem þær kunna að eiga í bankanum.
Uppfært klukkan 06.42 – Loftvarnaflautur hafa verið þeyttar í Kyiv síðustu mínútur og borgarbúar hafa verið hvattir til að leita skjóls. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan hafa margir leitað skjóls á neðanjarðarlestarstöðvum.
⚡️#Kyiv Metro right now pic.twitter.com/AHiVqYN1JS
— NEXTA (@nexta_tv) February 25, 2022
Uppfært klukkan 06.27 – Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn mun hugsanlega rannsaka mögulega stríðsglæpi í Úkraínu. Þetta segir Karim Khan sem er saksóknari við dómstólinn.
Uppfært klukkan 06.24 – Einn af ráðgjöfum úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði í morgun að dagurinn í dag verði sá erfiðasti. Hann sagði að Rússar hafi í hyggju að ráðast inn í Kyiv með skriðdrekum. Hann sagði að úkraínski herinn væri reiðubúinn til að verja höfuðborgina.
Uppfært klukkan 06:06 – Zelenskij forseti sagði í morgun að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi séu ekki nægilega harðar. Hann sagði einnig að umheimurinn haldi bara áfram að horfa á úr fjarlægð á það sem er að gerast í Úkraínu.
Uppfært klukkan 05.53 – Úkraínskir flóttamenn hafa í nótt komið sér fyrir á lestarstöðinni í Przemysl í Póllandi en það er fyrsta lestarstöðin þar í landi eftir komuna frá Úkraínu. Þar eru nú um 200 flóttamenn.
Uppfært klukkan 05.37 – Klukkan 03 að íslenskum tíma hófu Rússar árásir á skotmörk í Úkraínu, bæði hernaðarleg skotmörk en einnig skotmörk sem ekki teljast hernaðarleg. Þetta sagði Zelenskij, forseti, í morgun. Hann sagði að svo virðist sem úkraínskum hersveitum hafi tekist að stöðva framrás rússneska hersins víðast hvar.
Uppfært klukkan 05.18 – Zelenskij forseti sagði í nótt að 137 Úkraínumenn hafi fallið í gær og 316 séu særðir. Í yfirlýsingu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu nú í morgun segir að 800 rússneskir hermenn hafi fallið í gær, að sjö rússneskar herflugvélar hafi verið skotnar niður, sex rússneskar þyrlur og að 30 rússneskir skriðdrekar hafi verið eyðilagðir.
Uppfært klukkan 05.10 – Bernie Sanders, þingmaður á Bandaríkjaþingi, segir að Pútín og vinir hans olígarkarnir séu að reyna að kljúfa heiminn og eyðileggja lýðræði. Bandaríkin verði að standa með Úkraínumönnum í þessu stríði og með rússneskum almenningi sem mótmælir þessu stríði sem spilltur og skeytingarlaus forseti hafi sett af stað.
Putin and his oligarch friends seek a divided world and the destruction of democracy. We must stand with the Ukrainian people against this war, and with the Russian people who are demonstrating against their corrupt, reckless president who started it. pic.twitter.com/xVCM8gwQ6Q
— Bernie Sanders (@SenSanders) February 25, 2022
Uppfært klukkan 04.44 – Bærinn Konotop, sem er norðaustan við Kyiv, er umkringdur af rússneskum hersveitum að sögn ríkisstjórans í Sumy. Hollenska BNO stöðin skýrir frá þessu. Haft er eftir ríkisstjóranum að aðrar hersveitir Rússa stefni nú á Kyiv.
Uppfært klukkan 04.40 – Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir að starfsfólk í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl hafi verið tekið í gíslingu af rússneskum hermönnum. Hún sagði að bandarísk stjórnvöld fordæmi gíslatökuna og krefjist þess að gíslarnir verði látnir lausir nú þegar.
Uppfært klukkan 04.38 – CNN segir að úkraínsk flugvél hafi verið skotin niður yfir Kyiv en heimildarmaður í innanríkisráðuneytinu segir að um rússneska flugvél hafi verið að ræða.
Uppfært klukkan 04.37 – Úkraína hefur beðið um fleiri vopn og þá sérstaklega Stinger loftvarnaflaugar sem geta grandað rússneskum eldflaugum og flugvélum. Sendiherra landsins í Japan segir að einnig sé þörf á búnaði til verndar gegn rússneskum eldflaugum „sem rigni yfir landið“.
Uppfært klukkan 04.36 – Rússneskar eldflaugar hæfðu landamærastöð í Zaporizjzja í austurhluta Úkraínu í nótt. Fjöldi landamæravarða féll í árásinni. Stöðin er við víglínuna nærri Donetsk sem er á valdi Rússa og aðskilnaðarsinna.
Uppfært klukkan 04.35 – Hér fyrir neðan eru myndir af fjölbýlishúsunum sem kviknaði í í nótt.
Oh my. Ukraine State Emergency Services video shows serious damage to this residential home in southeast Kyiv. Its report and Interior Ministry just now said building was hit around 4:20am. They warn it could collapse. pic.twitter.com/pnmajbgbbh
— Christopher Miller (@ChristopherJM) February 25, 2022