Á myndbandinu, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, sést konan ganga að rússneskum hermönnum og krefja þá svara um hvað þeir séu að gera í landinu hennar. Þetta átti sér stað í borginni Henichesk.
„Hvað í fjandanum ertu að gera í landinu okkar?“
„Þú ættir að setja sólblómafræ í vasana þína svo þau vaxi á úkraínskri jörð eftir að þú deyrð.“
Þetta sagði konan við hermennina og hafa netnotendur hyllt hana og margir hafa sagt að þessu hefðu þeir ekki þorað.
„Svo hugrökk kona að þora að standa upp í hárinu á ofbeldismönnum.“
„Algjörlega frábært. Ef allir í Úkraínu eru svona kaldir munu Rússar ekki sigra.“
Var meðal þess sem netnotendur hafa sagt um atburðinn.