Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Guðrún telji rétt að ríkið selji stóran hlut í Landsvirkjun. „Ég tel að það komi vel til greina að selja um 30 til 40 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna með skilyrðum,“ og bætti við að með þessu verði eignarhald fyrirtækisins áfram hjá almenningi.
Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði og varaformaður Viðreisnar, segir að það yrðu mistök af áður óþekktri stærð ef orkuauðlindin verði seld með Landsvirkjun, þetta sé auðlins sem sé í eigu þjóðarinnar.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.