fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Svona ætlar ESB að refsa Rússum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 10:12

Fánar ESB og Rússlands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið ætlar að beita Rússa hörðum refsiaðgerðum vegna árásarinnar á Úkraínu. Josep Borell, sem fer með utanríkismál í Framkvæmdastjórn sambandsins, sagði í morgun að aðgerðirnar verði þær hörðustu sem ESB hefur nokkru sinni gripið til.

ESB hefur unnið að undirbúningi refsiaðgerða síðustu tvo mánuði ef til þess kæmi að Rússar réðust á Úkraínu. Reiknað er með að leiðtogar aðildarríkjanna samþykki þessar aðgerðir á aukafundi í kvöld.

Markmiðið með aðgerðunum verður að veikja grunnstoðir rússnesks efnahagslífs og ná til fólks sem stendur Pútín nærri og styður hann.

Ursula von der Leyen, formaður Framkvæmdastjórnarinnar, sagði í morgun að með aðgerðunum verði lykilgeirar í rússnesku efnahagslífi illa úti. Lokað verði fyrir aðgang þeirra að tækni og mörkuðum. Þetta muni veikja efnahagsgrunn Rússlands og möguleika landsins á að nútímavæðast. Að auki verða rússneskar eignir í ESB frystar og rússneskir bankar munu ekki fá aðgang að evrópskum fjármálamörkuðum. „Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir möguleika Kreml á að fjármagna stríðið,“ sagði hún.

Nákvæmt innihald aðgerðanna er enn leynilegt en verður væntanlega kynnt í kvöld að fundi leiðtoga aðildarríkjanna loknum.

Unnið er að því að samhæfa aðgerðirnar við aðgerðir Bandaríkjanna, Bretlands, Ástralíu og Japan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar