fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Innrás Rússa í Úkraínu – Þetta vitum við núna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 07:32

Þessi kona særðist í loftárás Rússa á Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði þjóð sína í nótt og tilkynnti að hann hefði gefði fyrirmæli um að herinn takist á hendur „sérstaka hernaðaraðgerð“ til að „afvopna“ og „afnasistavæða“ Úkraínu.

Það hefur legið í loftinu vikum saman að Rússar hygðust ráðast á Úkraínu og á Vesturlöndum lögðu fáir trúnað á ítrekuð ummæli Pútín og annarra rússneskra ráðamanna um að ekki stæði til að ráðast á Úkraínu. Uppbygging herliðs þeirra við úkraínsku landamærin sagði aðra sögu.

Aðgerðir rússneska hersins hófust síðan í nótt og segja úkraínskir embættismenn að loftárásir hafi verið gerðar, eldflaugaárásir og stórskotaliði var beitt. Helstu skotmörkin voru hernaðarmannvirki í Úkraínu og landamærastöðvar.

Sprengingar og skothríð heyrðust meðal annars í Odessa, Mariupol, Kharkiv, Dnipro og höfuðborginni Kiev.

Ekki liggur fyrir hvert lokamarkmið Rússa er en Pútín sagði í ræðu sinni í nótt að ekki stæði til að hernema úkraínsk landsvæði og ekki standi til að beita valdi til að þvinga þjóðina til einhvers

Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu, tilkynnti í kjölfar fyrstu árásanna á Úkraínu að herlög hefðu tekið gildi í landinu.

Um klukkan 7 í morgun bárust fregnir af árásum aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem njóta stuðnings Rússa, á úkraínska hermenn.

Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að rússneskir hermenn séu nú komnir nærri borginni Kharkiv.

Í kjölfar árásar Rússa var lofthelginni yfir Úkraínu lokað fyrir allri almennri flugumferð.

Úkraínskir embættismenn tilkynntu í morgun að ekki sé hægt að fljúga innanlands vegna árása Rússa nærri aðalflugvellinum í Kiev. Rússneski herinn segist beina árásum sínum að úkraínskum herflugvöllum og herstöðvum en ekki þéttbýli.

Hér er hægt að fylgjast með uppfærðum fréttum frá gangi mála.

Innrás Rússa í Úkraínu hafin – Rússar stefna á Mariupol – Frétt í framvindu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan