fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Hvað gerist núna þegar Rússar hafa ráðist inn í Úkraínu?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 08:23

Úkraínskur skriðdreki á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar réðust inn í Úkraínu í nótt. Ekki er útilokað að þeir nái að leggja allt landið undir sig á nokkrum dögum en hernaðaryfirburðir þeirra eru miklir. En þrátt fyrir það getur farið svo að Rússar muni enda í langvarandi og dýrkeyptum hernaði þar sem Úkraínumenn beita skæruhernaði gegn þeim. Til langs tíma litið gæti þetta breytt hugsanlegum sigri þeirra í ósigur.

Þetta kemur fram í umfjöllun Sky News. Þar kemur fram að enginn vafi sé á að úkraínski herinn muni berjast til síðasta manns en yfirburðir Rússa á hernaðarsviðinu séu svo miklir að líklega verði úkraínski herinn fljótlega undir.

Hernaðarsérfræðingar eru sagðir telja líklegt að í kjölfar ósigur úkraínska hersins taki við langvarandi skæruhernaður sem geti reynst Rússum dýr.

Fram hefur komið í morgun að Rússar virðast vera að ráðast inn í landið úr austri, norðri og suðri. Með því ná þeir að umkringja stærsta hluta úkraínska hersins í austurhluta landsins og geta náð til höfuðborgarinnar Kiev.

Breska varnarmálaráðuneytið birti kortið hér fyrir neðan í síðustu viku en þar er dregin upp hugsanleg sviðsmynd innrásar.

Hugmyndafræði rússneska hersins gengur út á að beita miklu afli strax í upphafi, koma á óvart og vald andstæðingnum áfalli. Með þessu sé hægt að ná markmiðum hratt. Þetta þýðir í raun að innrás af fullum þunga leiðir til sigurs á nokkrum dögum. Rússar hafa safnað saman 190.000 hermönnum við úkraínsku landamærin og miklu magni hergagna og eru því albúnir til stríðs. Þeir geta einnig truflað fjarskipti Úkraínumanna og gert þeim enn erfiðara fyrir á þann hátt. Tölvuárásir eru til dæmis hluti af líklegum árásum Rússa.

Pútín hefur unnið hörðum höndum að því undanfarið að búa til jarðveg, eða öllu heldur tylliástæðu, fyrir innrás. Til dæmis með því að segja að neyðarástand ríki í austurhluta Úkraínu, á þeim svæðum sem aðskilnaðarsinnar hafa á valdi sínu og hafa haft síðan 2014. Hann hefur einnig kennt úkraínska hernum um aukið ofbeldi á svæðinu, ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. Síðan viðurkenndi hann sjálfstæði yfirráðasvæða aðskilnaðarsinna sem er klárt brot á alþjóðalögum.

Hernaðarsérfræðingar telja að Rússar muni reyna að umkringja bardagareyndustu hersveitir Úkraínumanna í austurhluta landsins og gera harðar árásir á þær. Það mun draga úr bardagagetu Úkraínumanna svo um munar.

Einnig má telja líklegt að þeir reyni að lama pólitíska leiðtoga landsins og koma rússnesk sinnuðu fólki til valda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar