Fjöldi fólks reynir nú að flýja frá Kiev, höfuðborg Úkraínu, eftir að Rússar réðust á landið í nótt. Fyrstu úkraínsku flóttamennirnir eru komnir til Póllands og hafa pólsk yfirvöld búið sig undir að taka á móti miklum fjölda flóttafólks.
CNN segir að íbúar í Kiev óttist að höfuðborgin verði skotmark Rússa og kjósi því að leggja á flótta.
Á sjónvarpsmyndum sést að öngþveiti ríkir á vegum út úr borginni og í henni sjálfri er umferðin í miklum ólestri.